13. nóvember 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Önnu Sigríðar Guðnadóttur varðandi endurskoðum lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar201409245
Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að lýðræðisstefna Mosfellsbæjar sem samþykkt var í október 2011 verði tekin til endurskoðunar m.a. í ljósi þeirrar reynslu sem á hana er komin.
Fulltrúi M-lista tekur undir það sjónarmið að þverpólitískur starfshópur um lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar hefji endurskoðun á fyrirliggjandi lýðræðisstefnu sem fyrst og gerir að tillögu sinni að við bætist kafli um fulltrúalýðræði, nánar tiltekið um lýðræðislega þætti innra starfs kjörinna fulltrúa á vettvangi bæjarmála og þær lýðræðislegu leikreglur sem um það gildir.
Fulltrúi M-lista gerir einnig að tillögu sinni að verklagsreglur um ritun fundargerða verði endurskoðaðar með það að markmiði að efla áhuga íbúa á bæjarmálum og gera lesendum betur kleift að átta sig á efni máls, þeim sjónarmiðum sem fram koma sé þess óskað, niðurstöðum fundar og hvernig hún er fengin ef það er ekki ljóst. Einnig verði þau gögn sem fylgja fundarboði gerð aðgengileg á vef sveitarfélagsins svo framarlega sem ekki er um trúnaðarupplýsingar að ræða.
Samfara vinnu við lýðræðisstefnu verði samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar endurskoðuð og löguð að nýlegum sveitarstjórnarlaga.Málsmeðferðartillaga gerð um að bæjarráð taki tillögur M lista til meðferðar í vinnu við endurskoðun á lýðræðisstefnu. Málsmeðferðartillagan samþykkt með þremur atkvæðum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð hefji vinnu við endurskoðun lýðræðisstefnunnar. Undirbúningur vinnu hefjist nú þegar.
2. Verkfall tónlistarkennara 2014201411096
Bæjarstjóri upplýsir bæjarráð um stöðu málsins.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir yfir áhyggjum af kjaradeilu tónlistarkennara og yfirstandandi verkfalli þeirra. Bæjarráð skorar á samningsaðila að ná samningum sem fyrst.
3. Heilsueflandi samfélag201208024
Beiðni til bæjarráðs um þátttöku Mosfellsbæjar í kostnaði á framleiðslu og dreifingu fjölnota og umhverfisvænna innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umhverfisnefndar til umsagnar.
4. Erindi Auðar Eiríksdóttur varðandi Reykjahlíðarveg201410095
Umbeðin umsögn um erindi Auðar Eiríksdóttur varðandi Reykjahlíðarveg þar sem óskað er eftir lagfæringum á veginum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdarstjóra Umhverfissviðs að svara bréfritara á grundvelli framlagðs minnisblaðs.
5. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040201306129
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir vinnu við svæðisskipulag árið 2015.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdarstjóra Umhverfissviðs til umsagnar og afgreiðslu.
6. Seljadalsnáma, ósk um breytingu á vinnslutímabili201411043
Halldór Torfason f.h. Malbikunarstöðvarinnar Höfða óskar m. bréfi 5.11.2014 eftir því að heimiluð verði efnistaka úr námunni í vetur gegn því að efni verði ekki ekið úr henni yfir hásumarið 2015. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til bæjarráðs með bókun á 377. fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að senda íbúum sem málið varðar kynningarbréf og gefa frest til umsagnar eða ábendinga.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum201410222
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum nr. 80/2007, með síðari breytingum, mál 157.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra Umhverfissviðs að senda umsögn í samræmi við framlagt minnsblað til Alþingis.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu201410310
Umsögn framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs um erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu, mál 257.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs að senda umsögn í samræmi við framlagt minnisblað til Alþingis.
9. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs201411060
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs
Lagt fram.
10. Erindi Velferðarnefnd Alþingis vegna umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu, 27. mál.201411008
Erindi Velferðarnefnd Alþingis vegna umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu, 27. mál.
Lagt fram.
11. Ósk um mál á dagskrá.201410314
Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur bæjarfulltrúa varðandi vígbúnað lögreglunnar þar sem óskað er eftir umræðu um málið og að Mosfellsbær segi hug sinn í því.
Frestað.