Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. nóvember 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Önnu Sig­ríð­ar Guðna­dótt­ur varð­andi end­ur­skoð­um lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar201409245

    Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að lýðræðisstefna Mosfellsbæjar sem samþykkt var í október 2011 verði tekin til endurskoðunar m.a. í ljósi þeirrar reynslu sem á hana er komin.

    Full­trúi M-lista tek­ur und­ir það sjón­ar­mið að þver­póli­tísk­ur starfs­hóp­ur um lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar hefji end­ur­skoð­un á fyr­ir­liggj­andi lýð­ræð­is­stefnu sem fyrst og ger­ir að til­lögu sinni að við bæt­ist kafli um full­trúa­lýð­ræði, nán­ar til­tek­ið um lýð­ræð­is­lega þætti innra starfs kjör­inna full­trúa á vett­vangi bæj­ar­mála og þær lýð­ræð­is­legu leik­regl­ur sem um það gild­ir.
    Full­trúi M-lista ger­ir einn­ig að til­lögu sinni að verklags­regl­ur um rit­un fund­ar­gerða verði end­ur­skoð­að­ar með það að mark­miði að efla áhuga íbúa á bæj­ar­mál­um og gera les­end­um bet­ur kleift að átta sig á efni máls, þeim sjón­ar­mið­um sem fram koma sé þess óskað, nið­ur­stöð­um fund­ar og hvern­ig hún er feng­in ef það er ekki ljóst. Einn­ig verði þau gögn sem fylgja fund­ar­boði gerð að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins svo framar­lega sem ekki er um trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar að ræða.
    Sam­fara vinnu við lýð­ræð­is­stefnu verði sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar end­ur­skoð­uð og lög­uð að ný­leg­um sveit­ar­stjórn­ar­laga.

    Máls­með­ferð­ar­til­laga gerð um að bæj­ar­ráð taki til­lög­ur M lista til með­ferð­ar í vinnu við end­ur­skoð­un á lýð­ræð­is­stefnu. Máls­með­ferð­ar­til­lag­an sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð hefji vinnu við end­ur­skoð­un lýð­ræð­is­stefn­unn­ar. Und­ir­bún­ing­ur vinnu hefj­ist nú þeg­ar.

    • 2. Verk­fall tón­list­ar­kenn­ara 2014201411096

      Bæjarstjóri upplýsir bæjarráð um stöðu málsins.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir yfir áhyggj­um af kjara­deilu tón­list­ar­kenn­ara og yf­ir­stand­andi verk­falli þeirra. Bæj­ar­ráð skor­ar á samn­ings­að­ila að ná samn­ing­um sem fyrst.

      • 3. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

        Beiðni til bæjarráðs um þátttöku Mosfellsbæjar í kostnaði á framleiðslu og dreifingu fjölnota og umhverfisvænna innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­hverf­is­nefnd­ar til um­sagn­ar.

        • 4. Er­indi Auð­ar Ei­ríks­dótt­ur varð­andi Reykja­hlíð­ar­veg201410095

          Umbeðin umsögn um erindi Auðar Eiríksdóttur varðandi Reykjahlíðarveg þar sem óskað er eftir lagfæringum á veginum.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmd­ar­stjóra Um­hverf­is­sviðs að svara bréf­rit­ara á grund­velli fram­lagðs minn­is­blaðs.

          • 5. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

            Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir vinnu við svæðisskipulag árið 2015.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmd­ar­stjóra Um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar og af­greiðslu.

            • 6. Selja­dals­náma, ósk um breyt­ingu á vinnslu­tíma­bili201411043

              Halldór Torfason f.h. Malbikunarstöðvarinnar Höfða óskar m. bréfi 5.11.2014 eftir því að heimiluð verði efnistaka úr námunni í vetur gegn því að efni verði ekki ekið úr henni yfir hásumarið 2015. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til bæjarráðs með bókun á 377. fundi.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að senda íbú­um sem mál­ið varð­ar kynn­ing­ar­bréf og gefa frest til um­sagn­ar eða ábend­inga.

              • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til breyt­inga á vega­lög­um201410222

                Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum nr. 80/2007, með síðari breytingum, mál 157.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra Um­hverf­is­sviðs að senda um­sögn í sam­ræmi við fram­lagt minns­blað til Al­þing­is.

                • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um sér­hæfða þjón­ustumið­stöð á sviði heil­brigð­is- og fé­lags­þjón­ustu201410310

                  Umsögn framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs um erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu, mál 257.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra Fjöl­skyldu­sviðs að senda um­sögn í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað til Al­þing­is.

                  • 9. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um stofn­un Hofs­jök­uls­þjóðgarðs201411060

                    Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

                    Lagt fram.

                    • 10. Er­indi Vel­ferð­ar­nefnd Al­þing­is vegna um­sagn­ar til­lögu til þings­álykt­un­ar um að­gerðaráætlun til að efla fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu, 27. mál.201411008

                      Erindi Velferðarnefnd Alþingis vegna umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu, 27. mál.

                      Lagt fram.

                      • 11. Ósk um mál á dagskrá.201410314

                        Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur bæjarfulltrúa varðandi vígbúnað lögreglunnar þar sem óskað er eftir umræðu um málið og að Mosfellsbær segi hug sinn í því.

                        Frestað.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.