19. nóvember 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201305195
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi á lóðum við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu, unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir LT lóðir ehf. Framhaldsumfjöllun frá 353. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
2. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis200803137
Tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013. Ein athugasemd barst, frá umhverfisnefnd Varmárskóla. Frestað á 353. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að svörum við framkomnum athugasemdum.
3. Tunguvegur, breyting á deiliskipulagi við Skólabraut2013082104
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Skeiðholts-Tunguvegar var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013. Engin athugasemd barst. Frestað á 353. fundi.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir breytingum á stígum við Skeiðholt á uppdrætti til samræmis við nýjar útfærslur í hönnun götunnar.
4. Frístundalóð við Silungatjörn, athugasemd við aðalskipulag.201311081
Guðmundur Bjarnason spyrst með tölvupósti 30.10.2013 fyrir um afdrif athugasemdar við tillögu að aðalskipulagi, sem hann sendi með tölvupósti 18.3.2013. Skipulagsfulltrúi upplýsir að athugasemdin misfórst og var ekki bókuð inn í málakerfi bæjarins, þannig að hún kom ekki til meðferðar við afgreiðslu aðalskipulagsins. Frestað á 353. fundi.
Nefndin harmar mistök sem orðið hafa við meðferð athugasemdarinnar. Að því er varðar efni athugasemdarinnar tekur nefndin fram að nýsamþykkt aðalskipulag felur ekki í sér neina breytingu frá áður gildandi skipulagi í þeim atriðum sem athugasemdin fjallar um.
5. Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna vegna skiptingar stíga í svæði gangandi og hjólandi201310250
Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna þar sem hvatt er til þess að stígum sé ekki skipt í svæði gangandi og hjólandi, heldur sé notast við hefðbundna hægrireglu á stígum. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu. Frestað á 353. fundi.
Skipulagsnefnd lýsir sig samþykka sjónarmiðum Landssamtaka hjólreiðamanna í þessu efni, og mun fara eftir þeim við skipulag í Mosfellsbæ.
6. Engjavegur 21, ósk um breytingu á deiliskipulagi201310339
Erindi Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram dags. 28.10.2013, þar sem þau óska eftir heimild til að láta vinna og leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð sína, þar sem henni yrði skipt upp í 6 einbýlislóðir, sbr. meðf. tillöguuppdrátt. Frestað á 353. fundi.
Skipulagsnefnd er neikvæð gagnvart þeirri skiptingu landsins sem erindið gerir ráð fyrir en er jákvæð fyrir fjölgun um eina lóð. Nefndin felur skiplagsfulltrúa að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.
7. Kvíslartunga 108-112 og 120-124, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi.201311078
Ístak hf. leitar með bréfi dags. 4.11.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um öðruvísi húsgerð á lóðunum en deiliskipulag gerir ráð fyrir, sbr. meðf. teikningar Konsepts ehf. Frestað á 353. fundi.
Frestað.
8. Samræming á deiliskipulagi "Frá Reykjalundarvegi að Húsadal"2013082018
Framhaldsumfjöllun frá 352. fundi, þar sem lagðar voru fram nánari upplýsingar um lóðarstærðir og nýtingarhlutföll. Frestað á 353. fundi.
Frestað.
9. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs201311089
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að stækkun suðurhluta hverfisins í átt að Vesturlandsvegi. Frestað á 353. fundi.
Frestað.
10. Reykjamelur 7, fyrirspurn um breytingu á húsgerð201305201
Lögð fram ný tillaga Eggerts Guðmundssonar f.h. lóðareiganda að parhúsum í stað einbýlishúss á lóðinni. Fyrri tillögu um einnar hæðar parhús var hafnað á 344. fundi en ný tillaga gerir ráð fyrir húsum á einni og hálfri hæð. Frestað á 353. fundi.
Frestað.