4. júlí 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varamaður
- Þórður Björn Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Alþingi varðandi umsögn um frumvörp til laga201306306
Umsagnar óskað af þremur frumvörpum
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra fjölskyldunefndar.
2. Erindi Torfa Magnússonar varðandi lögheimili í sumarbústað201306305
Óskað eftir að flytja búsetu í sumarbústað
Bæjarráð leggst ekki gegn erindinu þar sem formlegri afgreiðslu bæjarstjórnar Mosfellsbæjar á aðalskipulagi er lokið, en þar er gert ráð fyrir að heimilt sé að byggja íbúðarhúsnæði á umræddum stað. Samþykkt með tveimur atkvæðum.
3. Öryggisreglur sundstaða - hæfnispróf sundkennara201304015
Erindi framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþróttafulltrúa varðandi hæfnispróf sundkennara.
Bæjarráð vísar til þess að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett öryggisreglugerð um bað og sundstaði á Íslandi. Í reglugerðinni kemur fram að þeim sem sinna laugargæslu, sundkennarar og sundþjálfarar, skulu hafa náð 18 ára aldri og árlega standast hæfnispróf. Slíkt próf verður haldið í ágúst næstkomandi í Mosfellsbæ.
4. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2013201301342
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða útgáfu og sölu skuldabréfa.
Bæjarstjóri greindi frá því að lokið væri við skuldabréfaútgáfuna, gefnar voru út 600 milljónir á ávöxtunarkröfunni 3,05% sem seldist.