30. maí 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um launað leyfi201303312
Sótt eru um launað leyfi vegna framhaldsnáms. 1120. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar mannauðsstjóra.
Afgreiðslu frestað.
2. Erindi Bjarndísar varðandi umsókn um launalaust leyfi201305016
Erindi Bjarndísar varðandi umsókn um launalaust leyfi skólaárið 2013 - 2014. 1120. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar mannauðsstjóra.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja um umbeðið launalaust leyfi með vísan til umsagnar skólastjóra.
3. Leikskóli sunnan Þrastarhöfða201304386
Um er að ræða niðurstöðu útboðs á færanlegum kennslustofum fyrir haustið 2013. Laga þarf bókun frá 1122. fundi.
Lagfærð Samþykkt 1122. fundar bæjarráðs vegna útboðs á færanlegum kennslustofum. Rétt samþykkt hljóðar svo; Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Stálnagla ehf. um kaup/nýbyggingu á 5 stofum ásamt millibyggingum sem reisa á sunnan Þrastarhöfða að fjárhæð 88.880.080,-
4. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2013201301342
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða skuldabréfaútgáfu.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjármálastjóra að ganga frá samningi fyrir hönd Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög. Jafnframt samþykkt að þegar drög að skuldabréfi eru tilbúin verði þau lögð fyrir bæjarráð þar sem þá verði fjallað um heimild til sölu þeirra.
5. Alþingiskosningar 2013201303053
Skýrsla yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar vegna framkvæmdar Alþingiskosninganna 27. apríl 2013.
Skýrslan lögð fram.
6. Sumarátaksstörf 2013201303110
Sumarátaksstörf hjá Mosfellsbæ sumarið 2013. Minnisblað tómstundafulltrúa og mannauðsstjóra varðandi fyrirkomulag sumarátaksstarfa sumarið 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fara þá leið sem tómstundafulltrúi og mannauðsstjóri leggja til í minnisblaði sínu.
7. Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. varðandi lánveitingu201305235
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. varðandi einfalda ábyrgð á láni frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna byggingar slökkvistöðvar í Mosfellsbæ.
Samþykkt samhljóða að veita Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs., sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda og hlutfallslega ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:
Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn Mosfellsbæjar að veita einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 1. janúar í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. vegna 254.000.000 kr. lántöku fyrirtækisins hjá Lánasjóði sveitarfélaga til 21 árs í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er einföld og hlutfallsleg ábyrgð þessi veitt skv. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og veitir bæjarstjórn lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar ofangreindri ábyrgð skv. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til byggingar á nýrri slökkvistöð við Skarhólabraut í Mosfellsbæ, sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn eigenda Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. til að selja ekki félagið að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Mosfellsbær selji eignarhlut í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Mosfellsbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra kt. 14121961-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Mosfellsbæjar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.8. Kynningarefni 2013201305237
Kynningarblað um Mosfellsbæ áætluð útgáfa í júní 2013. Minnisblað frá forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála fyrir hönd Mosfellsbæjar að standa að útgáfu sérstaks kynningarblaðs með vísan til framlagðs minnisblaðs forstöðumannsins.