Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. maí 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sókn um laun­að leyfi201303312

    Sótt eru um launað leyfi vegna framhaldsnáms. 1120. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar mannauðsstjóra.

    Af­greiðslu frestað.

    • 2. Er­indi Bjarn­dís­ar varð­andi um­sókn um launa­laust leyfi201305016

      Erindi Bjarndísar varðandi umsókn um launalaust leyfi skólaárið 2013 - 2014. 1120. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar mannauðsstjóra.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja um um­beð­ið launa­laust leyfi með vís­an til um­sagn­ar skóla­stjóra.

      • 3. Leik­skóli sunn­an Þrast­ar­höfða201304386

        Um er að ræða niðurstöðu útboðs á færanlegum kennslustofum fyrir haustið 2013. Laga þarf bókun frá 1122. fundi.

        Lag­færð Sam­þykkt 1122. fund­ar bæj­ar­ráðs vegna út­boðs á fær­an­leg­um kennslu­stof­um. Rétt sam­þykkt hljóð­ar svo; Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda Stálnagla ehf. um kaup/ný­bygg­ingu á 5 stof­um ásamt milli­bygg­ing­um sem reisa á sunn­an Þrast­ar­höfða að fjár­hæð 88.880.080,-

        • 4. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2013201301342

          Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða skuldabréfaútgáfu.

          Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið er mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fjár­mála­stjóra að ganga frá samn­ingi fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi samn­ings­drög. Jafn­framt sam­þykkt að þeg­ar drög að skulda­bréfi eru til­bú­in verði þau lögð fyr­ir bæj­ar­ráð þar sem þá verði fjallað um heim­ild til sölu þeirra.

          • 5. Al­þing­is­kosn­ing­ar 2013201303053

            Skýrsla yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar vegna framkvæmdar Alþingiskosninganna 27. apríl 2013.

            Skýrsl­an lögð fram.

            • 6. Sum­ar­átaks­störf 2013201303110

              Sumarátaksstörf hjá Mosfellsbæ sumarið 2013. Minnisblað tómstundafulltrúa og mannauðsstjóra varðandi fyrirkomulag sumarátaksstarfa sumarið 2013.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fara þá leið sem tóm­stunda­full­trúi og mannauðs­stjóri leggja til í minn­is­blaði sínu.

              • 7. Er­indi Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bs. varð­andi lán­veit­ingu201305235

                Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. varðandi einfalda ábyrgð á láni frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna byggingar slökkvistöðvar í Mosfellsbæ.

                Sam­þykkt sam­hljóða að veita Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bs., sem sveit­ar­fé­lag­ið á í sam­vinnu við önn­ur sveit­ar­fé­lög, ein­falda og hlut­falls­lega ábyrgð vegna lán­töku þess hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga og hún tryggð með tekj­um sveit­ar­fé­lags­ins:

                Sam­þykkt að leggja til við bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar að veita ein­falda og hlut­falls­lega ábyrgð mið­að við eign­ar­hluti 1. janú­ar í Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bs. vegna 254.000.000 kr. lán­töku fyr­ir­tæk­is­ins hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga til 21 árs í sam­ræmi við sam­þykkta skil­mála lán­veit­ing­ar­inn­ar sem liggja fyr­ir fund­in­um. Er ein­föld og hlut­falls­leg ábyrgð þessi veitt skv. heim­ild í 2. mgr. 69. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 og veit­ir bæj­ar­stjórn lána­sjóðn­um veð í tekj­um sín­um til trygg­ing­ar of­an­greindri ábyrgð skv. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgð­in tek­ur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostn­að­ar sem hlýst af van­skil­um. Er lán­ið tek­ið til bygg­ing­ar á nýrri slökkvistöð við Skar­hóla­braut í Mos­fells­bæ, sem fell­ur und­ir láns­hæf verk­efni sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.
                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar skuld­bind­ur hér með sveit­ar­fé­lag­ið sem einn eig­enda Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bs. til að selja ekki fé­lag­ið að neinu leyti til einka­að­ila.
                Fari svo að Mos­fells­bær selji eign­ar­hlut í Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bs. til ann­arra op­in­berra að­ila, skuld­bind­ur Mos­fells­bær sig til að sjá til þess að jafn­framt yf­ir­taki nýr eig­andi á sig ábyrgð á lán­inu að sín­um hluta.
                Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni bæj­ar­stjóra kt. 14121961-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess að stað­festa f.h. Mos­fells­bæj­ar veit­ingu of­an­greindr­ar veð­trygg­ing­ar og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast veit­ingu trygg­ing­ar þess­ar­ar.

                • 8. Kynn­ing­ar­efni 2013201305237

                  Kynningarblað um Mosfellsbæ áætluð útgáfa í júní 2013. Minnisblað frá forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála lagt fram.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila for­stöðu­manni þjón­ustu- og upp­lýs­inga­mála fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar að standa að út­gáfu sér­staks kynn­ing­ar­blaðs með vís­an til fram­lagðs minn­is­blaðs for­stöðu­manns­ins.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30