Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. mars 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varamaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Jóns Magnús­son­ar varð­andi kröfu eig­enda við Stórakrika201005049

    Fasteignaeigendur við Stórakrika hafa uppi bótakröfu byggða á yfirmati, vegna breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagi Krikahverfis.

    Bæj­ar­stjóri upp­lýsti um stöðu máls­ins og sagði frá heim­sókn tveggja fast­eigna­eig­enda úr hópi þeirra sem bóta­kröfu gera í mál­inu. Er­ind­ið lagt fram.

    • 2. Bakvakt­ir í barna­vernd­ar­mál­um201202101

      Á fundi stjórnar SSH hinn 4. mars 2013 var lögð fram tillaga starfshóps SSH vegna sameiginlegra bakvakta barnaverndar. Stjórn SSH samþykkti að senda tillögu starfshópsins og aðildarsveitarfélaganna til umfjöllunar og afgreiðslu. aukafjárveiting

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um sú af­staða Mos­fells­bæj­ar að taka þátt í til­rauna­verk­efni um bakvakt­ir í barna­vernd­ar­mál­um til árs­loka 2014, eins og verk­efn­inu er lýst í til­lögu starfs­hóps SSH.

      • 3. Starf­semi um­hverf­is­sviðs 2012201301015

        Ársskýrsla um starfsemi umhverfissviðs árið 2012 lögð fyrir til kynningar.

        Árs­skýrsl­an lögð fram.

        • 4. Um­sókn um leyfi til bú­setu í Bræðra­tungu Reykja­hverfi201301037

          Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska því eftir því að fá að skrá lögheimili sitt í Bræðratungu.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila lög­heim­il­is­skrán­ingu á fast­eign­inni Bræðra­tungu og er ákvörð­un­in grund­völluð á vænt­an­legri breyt­ingu á land­notk­un í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar.

          • 5. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2013201301342

            Fjármálastjóri leggur til að tekið sé 300 mkr. verðtryggt langtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að til­lögu fjár­mála­stjóra að bæj­ar­stjórn sam­þykki að taka verð­tryggt lang­tíma­lán að fjár­hæð 300 mkr. hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga til 11 ára með 2,65% vöxt­um sbr. með­fylgj­andi drög að láns­samn­ingi nr. 1304-18 og sér­stakri bók­un þar að lút­andi.

            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir hér með að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf. að fjár­hæð 300.000.000 kr., í sam­ræmi við sam­þykkta skil­mála lán­veit­ing­ar­inn­ar sem liggja fyr­ir fund­in­um. Til trygg­ing­ar lán­inu standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011. Er lán­ið tek­ið til að fjár­magna fram­halds­skóla í Mos­fells­bæ sem byggð­ur er í sam­vinnu við rík­ið, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.
            Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119 veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari.

            • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um búfjár­hald201302089

              Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um búfjárhald. 282. mál. Lögð fram umsögn umhverfissviðs vegna málsins.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda um­sögn á grund­velli fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaðs.

              • 7. Er­indi Vinnu­afls ehf, varð­andi Reykja­hvol 11201302095

                Erindi Vinnuafls ehf, varðandi Reykjahvol 11, þar sem óskað er heimildar til þess að leggja bráðabirgða heimtaug rafmagns og staðsetja vinnuskúr á lóðinni. Með fylgir minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi málið.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að halda áfram við­ræð­um við land­eig­end­ur að Reykja­hvoli á grund­velli B lið­ar í fram­lögðu minn­is­blaði fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs. Bréf­rit­ara verði svarað með vís­an til þess­ar­ar sam­þykkt­ar.

                • 8. Götu­lýs­ing í Mos­fells­bæ201303034

                  Lögð fram tillaga að aðgerðaáætlun vegna kvikasilfursbanns í ljósaperum sem nýttar eru við götulýsingu.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjár­hags­áætl­un­ar 2014.

                  • 9. Árs­reikn­ing­ur Strætó bs. 2012201303085

                    Ársreikningur Strætó bs. 2012 til kynningar.

                    Árs­reikn­ing­ur­inn lagð­ur fram.

                    • 10. Er­indi skáta­hreyf­ing­ar­inn­ar varð­andi söfn­un­ar­gáma201303104

                      Erindi skátahreyfingarinnar varðandi verkefnið "Grænir skátar" þar sem óskað er samstarfs um söfnunargáma fyrir einnota skilagjaldsskyldar drykkujarumbúðir.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu.

                      • 11. Sum­ar­átaks­störf 2013201303110

                        Sumarátaksstörf hjá Mosfellsbæ sumarið 2013. Minnisblað tómstundafulltrúa og mannauðsstjóra.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að sum­ar­átakts­störf 2013 verði með þeim hætti sem lagt er til í fram­lögðu minn­is­blaði tóm­stunda­full­trúa og mannauðs­stjóra.

                        • 12. Mál­efni lýð­ræð­is­nefnd­ar - Lýð­ræð­is­stefna201011056

                          Greinargerð um lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 lögð fram af forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála og umhverfisstjóra.

                          Grein­ar­gerð um fram­kvæmd lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2012 lögð fram. Bæj­ar­ráð lýs­ir yfir ánægju með grein­ar­gerð­ina og fel­ur inni starfs­hópi að fram­fylgja þeim til­lög­un­um sem fram koma í skýrsl­unni.

                          • 13. Opn­ir fund­ir nefnda og regl­ur hvað það varð­ar sam­kvæmt 46. grein sveit­ar­stjórn­ar­laga201210269

                            Lögð eru fyrir drög að reglum vegna opinna funda nefnda Mosfellsbæjar.

                            Drög að regl­um vegna op­inna funda nefnda lögð fram og af­greiðslu frestað.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30