14. mars 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Jóns Magnússonar varðandi kröfu eigenda við Stórakrika201005049
Fasteignaeigendur við Stórakrika hafa uppi bótakröfu byggða á yfirmati, vegna breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagi Krikahverfis.
Bæjarstjóri upplýsti um stöðu málsins og sagði frá heimsókn tveggja fasteignaeigenda úr hópi þeirra sem bótakröfu gera í málinu. Erindið lagt fram.
3. Starfsemi umhverfissviðs 2012201301015
Ársskýrsla um starfsemi umhverfissviðs árið 2012 lögð fyrir til kynningar.
Ársskýrslan lögð fram.
4. Umsókn um leyfi til búsetu í Bræðratungu Reykjahverfi201301037
Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska því eftir því að fá að skrá lögheimili sitt í Bræðratungu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila lögheimilisskráningu á fasteigninni Bræðratungu og er ákvörðunin grundvölluð á væntanlegri breytingu á landnotkun í aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
5. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2013201301342
Fjármálastjóri leggur til að tekið sé 300 mkr. verðtryggt langtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Samþykkt með þremur atkvæðum að tillögu fjármálastjóra að bæjarstjórn samþykki að taka verðtryggt langtímalán að fjárhæð 300 mkr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga til 11 ára með 2,65% vöxtum sbr. meðfylgjandi drög að lánssamningi nr. 1304-18 og sérstakri bókun þar að lútandi.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 300.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framhaldsskóla í Mosfellsbæ sem byggður er í samvinnu við ríkið, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um búfjárhald201302089
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um búfjárhald. 282. mál. Lögð fram umsögn umhverfissviðs vegna málsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda umsögn á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs.
7. Erindi Vinnuafls ehf, varðandi Reykjahvol 11201302095
Erindi Vinnuafls ehf, varðandi Reykjahvol 11, þar sem óskað er heimildar til þess að leggja bráðabirgða heimtaug rafmagns og staðsetja vinnuskúr á lóðinni. Með fylgir minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi málið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að halda áfram viðræðum við landeigendur að Reykjahvoli á grundvelli B liðar í framlögðu minnisblaði framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Bréfritara verði svarað með vísan til þessarar samþykktar.
8. Götulýsing í Mosfellsbæ201303034
Lögð fram tillaga að aðgerðaáætlun vegna kvikasilfursbanns í ljósaperum sem nýttar eru við götulýsingu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2014.
9. Ársreikningur Strætó bs. 2012201303085
Ársreikningur Strætó bs. 2012 til kynningar.
Ársreikningurinn lagður fram.
10. Erindi skátahreyfingarinnar varðandi söfnunargáma201303104
Erindi skátahreyfingarinnar varðandi verkefnið "Grænir skátar" þar sem óskað er samstarfs um söfnunargáma fyrir einnota skilagjaldsskyldar drykkujarumbúðir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
11. Sumarátaksstörf 2013201303110
Sumarátaksstörf hjá Mosfellsbæ sumarið 2013. Minnisblað tómstundafulltrúa og mannauðsstjóra.
Samþykkt með þremur atkvæðum að sumarátaktsstörf 2013 verði með þeim hætti sem lagt er til í framlögðu minnisblaði tómstundafulltrúa og mannauðsstjóra.
12. Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna201011056
Greinargerð um lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 lögð fram af forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála og umhverfisstjóra.
Greinargerð um framkvæmd lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 lögð fram. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með greinargerðina og felur inni starfshópi að framfylgja þeim tillögunum sem fram koma í skýrslunni.
13. Opnir fundir nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga201210269
Lögð eru fyrir drög að reglum vegna opinna funda nefnda Mosfellsbæjar.
Drög að reglum vegna opinna funda nefnda lögð fram og afgreiðslu frestað.