26. júlí 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) 1. varamaður
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Jóns Magnússonar varðandi kröfu eigenda við Stórakrika201005049
Greinargerð Lex varðandi nýfallið yfirmat vegna Krikaskóla til kynningar, auk þess sem yfirmatið fylgir með. Taka þarf ákvörðun um næsta skerf þ.e. hvort fylgja skuli ráðleggingu Lex sem fram kemur í minnisblaði þeirra.
Til máls tóku: HP, HS og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að verða ekki við bótakröfu sem settar hafa verið fram að hálfu eigenda fatseignanna að Stórakrika 1 og 11 sem byggir á yfirmatsgerð.2. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisveitingaleyfis201207145
Til máls tóku: HP, JJB og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við tímabundið áfengisveitingaleyfi sbr. umsókn frá 25. júlí 2012. Bæjarráð leggur áherslu á góða umgengni og að reglur um aldursmörk verði virtar.3. Kæra Jóns Jósefs Bjarnasonar á hendur Mosfellsbæ.201207148
Til máls tóku:HP og HS.
Úrskurður innanríkisráðuneytisins lagður fram til kynningar.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Skólaakstur og almenningssamgöngur201207112
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs af 584. fundi bæjarstjórnar 19. júlí 2012.
Til máls tóku: HP, JS, HS, JB og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði og fræðslusviði að hefja undirbúning að tilraunaverkefni um skólaakstur og almenningssamgöngur í samvinnu hagsmuna- og þjónustuaðila, í því felst m.a. að fræðslunefnd fái málið til umfjöllunar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra fræðslusviðs að framlengja samning um skólaakstur.5. Erindi Stefáns Erlendssonar varðandi launalaust leyfi201206256
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs af 584. fundi bæjarstjórnar 19. júlí 2012.
Til máls tóku: HP, JS, HS, JJB og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins.6. Umsókn um afreksstyrk frá Mosfellsbæ201206239
Vísað til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs á 1081. fundi bæjarráðs 2. júlí 2012.
Til máls tóku:HP, JS, ÓG, JJB og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að verða við framkominni beiðni, sem tekið verði af liðnum ófyrirséð. Bæjarráð leggur áherslu á að afreksstyrkir Mosfellsbæjar í samningi félagsins og sveitarfélagsins verði þannig úr garði gerðir að þeir rúmi afreksstyrki af þessu tagi.7. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2012201202106
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs af 584. fundi bæjarstjórnar 19. júlí 2012.
Til máls tóku:HP, PJL, JJB og JS.
584. fundur bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 19. júlí vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Samþykkt með þremur atkvæðum að veita Pétri Jens Lockton, fjármálastjóra heimild til skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að kr. 250.000.000. Heimildin gildir til ársloka 2012.
Fundargerðir til kynningar
8. Fundargerð 302. fundar Sorpu bs.201207132
Til máls tóku:HP, HS og JS.
Fundargerð 302. fundar Sorpu bs. lögð fram á 1084. fundi bæjarráðs.