Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. júlí 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) 1. varamaður

Fundargerð ritaði

Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Jóns Magnús­son­ar varð­andi kröfu eig­enda við Stórakrika201005049

    Greinargerð Lex varðandi nýfallið yfirmat vegna Krikaskóla til kynningar, auk þess sem yfirmatið fylgir með. Taka þarf ákvörðun um næsta skerf þ.e. hvort fylgja skuli ráðleggingu Lex sem fram kemur í minnisblaði þeirra.

    Til máls tóku: HP, HS og JS.
    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að verða ekki við bóta­kröfu sem sett­ar hafa ver­ið fram að hálfu eig­enda fat­seign­anna að Stórakrika 1 og 11 sem bygg­ir á yf­ir­mats­gerð.

    • 2. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans, um­sagn­ar­beiðni vegna tíma­bund­ins áfeng­isveit­inga­leyf­is201207145

      Til máls tóku: HP, JJB og HS.
      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri fyr­ir sitt leyti ekki at­huga­semd­ir við tíma­bund­ið áfeng­isveit­inga­leyfi sbr. um­sókn frá 25. júlí 2012. Bæj­ar­ráð legg­ur áherslu á góða um­gengni og að regl­ur um ald­urs­mörk verði virt­ar.

      • 3. Kæra Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar á hend­ur Mos­fells­bæ.201207148

        Til máls tóku:HP og HS.
        Úr­skurð­ur inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins lagð­ur fram til kynn­ing­ar.

        Almenn erindi - umsagnir og vísanir

        • 4. Skóla­akst­ur og al­menn­ings­sam­göng­ur201207112

          Vísað til afgreiðslu bæjarráðs af 584. fundi bæjarstjórnar 19. júlí 2012.

          Til máls tóku: HP, JS, HS, JB og ÓG.
          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði og fræðslu­sviði að hefja und­ir­bún­ing að til­rauna­verk­efni um skóla­akst­ur og al­menn­ings­sam­göng­ur í sam­vinnu hags­muna- og þjón­ustu­að­ila, í því felst m.a. að fræðslu­nefnd fái mál­ið til um­fjöll­un­ar.
          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs að fram­lengja samn­ing um skóla­akst­ur.

          • 5. Er­indi Stefáns Er­lends­son­ar varð­andi launa­laust leyfi201206256

            Vísað til afgreiðslu bæjarráðs af 584. fundi bæjarstjórnar 19. júlí 2012.

            Til máls tóku: HP, JS, HS, JJB og ÓG.
            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fresta af­greiðslu máls­ins.

            • 6. Um­sókn um af­reks­styrk frá Mos­fells­bæ201206239

              Vísað til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs á 1081. fundi bæjarráðs 2. júlí 2012.

              Til máls tóku:HP, JS, ÓG, JJB og HS.
              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að verða við fram­kom­inni beiðni, sem tek­ið verði af liðn­um ófyr­ir­séð. Bæj­ar­ráð legg­ur áherslu á að af­reks­styrk­ir Mos­fells­bæj­ar í samn­ingi fé­lags­ins og sveit­ar­fé­lags­ins verði þann­ig úr garði gerð­ir að þeir rúmi af­reks­styrki af þessu tagi.

              • 7. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2012201202106

                Vísað til afgreiðslu bæjarráðs af 584. fundi bæjarstjórnar 19. júlí 2012.

                Til máls tóku:HP, PJL, JJB og JS.
                584. fund­ur bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar 19. júlí vís­aði mál­inu til af­greiðslu bæj­ar­ráðs. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita Pétri Jens Lockton, fjár­mála­stjóra heim­ild til skamm­tíma­lán­töku hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf. að fjár­hæð allt að kr. 250.000.000. Heim­ild­in gild­ir til árs­loka 2012.

                Fundargerðir til kynningar

                • 8. Fund­ar­gerð 302. fund­ar Sorpu bs.201207132

                  Til máls tóku:HP, HS og JS.
                  Fund­ar­gerð 302. fund­ar Sorpu bs. lögð fram á 1084. fundi bæj­ar­ráðs.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30