Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. ágúst 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Guðnýj­ar Hall­dórs­dótt­ur varð­andi um­ferð­ar­þunga í Mos­fells­dal201208013

    Erindinu var frestað á 1086. fundi bæjarráðs.

    Til máls tóku: HP og BH.
    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar til úr­vinnslu.

    • 2. Er­indi Stefáns Er­lends­son­ar varð­andi launa­laust leyfi201206256

      Erindi þessu var frestað á 1086. fundi bæjarráðs. Sömu gögn eiga við, að viðbættu minnisblaði framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs sem er hjálagt.

      Til máls tóku: HP, SÓJ, JS,
      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur haft til skoð­un­ar þá ákvörð­un skóla­stjórn­enda að synja um um­beð­ið launa­laust leyfi og hef­ur sú skoð­un ekki leitt í ljós ann­að en rétt hafi ver­ið stað­ið að ákvörð­un­inni.
      Sam­þykkt að ákvörð­un skóla­stjórn­enda um synj­un á launa­lausu leyfi frá 12. júní 2012 standi óbreytt enda í sam­ræmi við gild­andi regl­ur.

      Af­greiðsl­an borin upp og sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.

      Bók­un S-lista Sam­fylk­ing­ar.
      Vegna sér­stakra að­stæðna tel ég rétt að beiðni við­kom­andi starfs­manns um launa­laust leyfi sé sam­þykkt. Jafn­framt tel ég að full­nægj­andi mál­efna­leg­ar ástæð­ur séu fyr­ir hendi til að víkja út fyr­ir þann ramma sem skóla­stjórn­end­um er sett­ur til af­greiðslu beiðna um launa­laust leyfi.

      • 3. Mál­efni lýð­ræð­is­nefnd­ar201011056

        Erindinu var frestað á 1086. fundi bæjarráðs.

        Til máls tóku: HP, HSv, SÓJ, JS, JJB, BH og KT.
        Lagð­ar fram til kynn­ing­ar ný­sam­þykkt­ar regl­ur Hafn­ar­fjarð­ar um birt­ingu gagna með fund­ar­gerð­um á vef Hafn­ar­fjarð­ar.
        Fylgst verð­ur með fram­vind­unni í þess­um mál­um af hálfu Mos­fells­bæj­ar með það í huga að auka að­gengi að gögn­um eins og frekast er kost­ur.

        • 4. Beiðni um að­stöðu og lag­fær­ing­ar í sal 1 að Varmá2012081267

          Áður á dagskrá 1086. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs. Hjálögð er umsögnin.

          Til máls tóku: HP og HSv.
          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila lag­fær­ing­ar í sal 1 í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

          • 5. Stað­greiðslu­skil2012081923

            Minnisblað fjármálastjóra varðandi staðgreiðsluskil.

            Til máls tók: HSv.
            Lagt fram minn­is­blað fjár­mála­stjóra varð­andi stöð­una í stað­greiðslu­skil­um.

            • 6. Er­indi Samorku um vatns- og frá­veitu­mál2012081961

              Erindi Samorku og Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt fram til kynningar að beiðni framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

              Lögð fram til kynn­ing­ar afrit af er­indi Samorku og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga til Al­þing­is og Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins varð­andi vatns- og frá­veitu­mál.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30