30. ágúst 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur varðandi umferðarþunga í Mosfellsdal201208013
Erindinu var frestað á 1086. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: HP og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.2. Erindi Stefáns Erlendssonar varðandi launalaust leyfi201206256
Erindi þessu var frestað á 1086. fundi bæjarráðs. Sömu gögn eiga við, að viðbættu minnisblaði framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs sem er hjálagt.
Til máls tóku: HP, SÓJ, JS,
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur haft til skoðunar þá ákvörðun skólastjórnenda að synja um umbeðið launalaust leyfi og hefur sú skoðun ekki leitt í ljós annað en rétt hafi verið staðið að ákvörðuninni.
Samþykkt að ákvörðun skólastjórnenda um synjun á launalausu leyfi frá 12. júní 2012 standi óbreytt enda í samræmi við gildandi reglur.Afgreiðslan borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Bókun S-lista Samfylkingar.
Vegna sérstakra aðstæðna tel ég rétt að beiðni viðkomandi starfsmanns um launalaust leyfi sé samþykkt. Jafnframt tel ég að fullnægjandi málefnalegar ástæður séu fyrir hendi til að víkja út fyrir þann ramma sem skólastjórnendum er settur til afgreiðslu beiðna um launalaust leyfi.3. Málefni lýðræðisnefndar201011056
Erindinu var frestað á 1086. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: HP, HSv, SÓJ, JS, JJB, BH og KT.
Lagðar fram til kynningar nýsamþykktar reglur Hafnarfjarðar um birtingu gagna með fundargerðum á vef Hafnarfjarðar.
Fylgst verður með framvindunni í þessum málum af hálfu Mosfellsbæjar með það í huga að auka aðgengi að gögnum eins og frekast er kostur.4. Beiðni um aðstöðu og lagfæringar í sal 1 að Varmá2012081267
Áður á dagskrá 1086. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HP og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila lagfæringar í sal 1 í samræmi við framlagt minnisblað.5. Staðgreiðsluskil2012081923
Minnisblað fjármálastjóra varðandi staðgreiðsluskil.
Til máls tók: HSv.
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra varðandi stöðuna í staðgreiðsluskilum.6. Erindi Samorku um vatns- og fráveitumál2012081961
Erindi Samorku og Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt fram til kynningar að beiðni framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Lögð fram til kynningar afrit af erindi Samorku og Sambands íslenskra sveitarfélaga til Alþingis og Innanríkisráðuneytisins varðandi vatns- og fráveitumál.