Mál númer 200911371
- 13. apríl 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #556
555. fundur bæjarstjórnar vísar erindinu til annarrar umræðu á 556. fundi bæjarstjórnar.
Fyrirliggjandi drög að breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkt með sjö atkvæðum.
- 30. mars 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #555
Bæjarráð samþykkti á 1022. fundi sínum að vísa tillögu um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Liður í aðlögun að nýjum skipulagslögum og nýjum lögum um mannvirki. Tillögum um breytingu lúta að því að fella út Viðauka I og breyta Viðauka II.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa endurskoðun á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
- 30. júní 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #539
Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar vísaði síðari umræðu til næsta fundar bæjarstjórnar. Með fylgja drögin, greinargerðin og drögin uppsett til að gera þau læsileg sem heild.
Til máls tóku: JS, ÞBS, HSv, TKr, SÓJ, KGÞ og RBG.
Tillaga S lista Samfylkingar um breytingar á fyrirliggjandi drögum:
23. gr.
Síðast setning greinarinnar orðist svo:
Bæjarfulltrúi sem vanhæfur er við úrlausn erindis skal ekki taka með neinum hætti þátt í umfjölun málsins og yfirgefa fundarsali bæjarstjórnar við meðferð og afgreiðslu þess.
32. gr.
Næst síðast setning greinarinnar orðist svo:
Bæjarstjóri getur ákveðið að umræður á bæjarstjórnarfundi verði hljóðritaðar eða teknar upp með öðrum hætti, þeim útvarpað gegnum ljósvakamiðla og/eða netmiðla.
44. gr.
Síðasta setning greinarinnar falli niður.
Tillagan um breyting á 44. gr. borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.
Drög að endurskoðun á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Mosfellsbæjar borin upp með ofangreindum tillögum um breytingu á 23. og 32. grein og samþykktar með sjö atkvæðum.
- 16. júní 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #538
Önnur umræða um drög að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar, en fyrri umræða fór fram á 537. fundi bæjarstjórnar í maí sl.
Til máls tóku: HS, JS og KT.
Samþykkt með sex atkvæðum að fresta til næsta fundar bæjarstjórnar, síðari umræðu um endurskoðun á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
- 2. júní 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #537
981. fundur bæjarráðs vísar drögum að endurskoðun á bæjarmálasamþykkt Mosfellsbæjar til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
Til máls tók: JS.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa drögum að endurskoðaðri bæjarmálasamþykkt Mosfellsbæjar til annarrar umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
- 2. júní 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #537
Áður á dagskrá 980. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til næsta fundar bæjarráðs.
Afgreiðsla 981. fundar bæjarráðs samþykkt á 537. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 19. maí 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #536
Bæjarritari leggur fram drög að endurskoðaðri bæjarmálasamþykkt ásamt greinargerð.
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 536. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 19. maí 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #981
Áður á dagskrá 980. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til næsta fundar bæjarráðs.
Til máls tóku: HS, JS og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að bæjarmálasamþykktinni til næsta fundar bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
- 14. maí 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #980
Bæjarritari leggur fram drög að endurskoðaðri bæjarmálasamþykkt ásamt greinargerð.
Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ, JS og HS.
Lögð fram drög að endurskoðaðri bæjarmálasamþykkt og samþykkt að vísa drögunum til framhaldsumræðu á næsta bæjarráðsfundi.