Mál númer 202012051
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Borist hefur erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2.12.2020. Lögð fram til kynningar skýrsla með niðurstöðum úttektar SWECO á umferðarljósastýringum á höfuðborgarsvæðinu ásamt kynningarglærum og erindisbréfi samstarfshóps sveitarfélaganna og Vegagerðarinnar um umferðaljósastýringar. Niðurstöður úttektar voru kynntar á 515. fundi SSH, þann 30.11.2020.
Afgreiðsla 530. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Skýrsla með niðurstöðum á úttekt á umferðarljósastýringu á höfuðborgarsvæðinu.
Afgreiðsla 1469. fundar bæjarráðs samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. janúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #530
Borist hefur erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2.12.2020. Lögð fram til kynningar skýrsla með niðurstöðum úttektar SWECO á umferðarljósastýringum á höfuðborgarsvæðinu ásamt kynningarglærum og erindisbréfi samstarfshóps sveitarfélaganna og Vegagerðarinnar um umferðaljósastýringar. Niðurstöður úttektar voru kynntar á 515. fundi SSH, þann 30.11.2020.
Lagt fram og kynnt.
- 10. desember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1469
Skýrsla með niðurstöðum á úttekt á umferðarljósastýringu á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram til kynningar skýrsla um niðurstöður úttektar á umferðarljósastýringum á höfuðborgarsvæðinu.
Í úttektinni felst greining á núverandi umferðarljósakerfi og rekstri þess, mat á kostum og göllum mismunandi umferðarljósakerfa og verkferla og tillaga um hvernig þróa á umferðarljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa skýrslunni til kynningar í skipulagsnefnd.