7. janúar 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi SI vegna hækkunar gjaldskrár Sorpu202012348
Erindi SI vegna hækkunar gjaldskrár Sorpu
Erindi SI vegna hækkunar gjaldskrár Sorpu lagt fram til kynningar.
2. Ósk um niðurfellinu byggingargjalda202012350
Dalsgarður ehf. óskar niðurfellingar byggingargjalda, þ. á m. gatnagerðargjalda.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar.
3. Litlikriki 37 beiðni um fastanúmer fyrir aukaíbúð. Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.202009347
Litlikriki 37 fastanúmer á aukaíbúð. Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lögð fram til kynningar.
4. Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum202012360
Berist til sveitarstjórnar: Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.
Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum lögð fram. Líkt og fram kemur í áskoruninni er grænkerafæði í boði í grunnskólum Mosfellsbæjar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að áskorunin verði kynnt fyrir fræðslunefnd.
5. Kirkjugarður Lágfellskirkju - ósk um greiðslu kostaðar vegna stígagerðar.202012377
Ósk Kirkjugarðs Lágafellskirkju um greiðslu útlagðs kostnaðar og aksturs vegna stígagerðar í C hluta garðsins.
Stefán Ómar Jónsson, áheyrnarfulltrúi, víkur sæti við afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
6. Kæra til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna ákvörðun um álagningu gatnagerðargjalda202012241
Kæra til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna ákvörðun um álagningu gatnagerðargjalda vegna byggingar hesthúss á lögbýlinu Laugabóli, lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að fara með hagsmuni Mosfellsbæjar í málinu.
7. Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu barna - beiðni um umsögn202012269
Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna - beiðni um umsögn fyrir 11. janúar
Lagt fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að frumvarpið verði kynnt í fjölskyldunefnd.
8. Frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála - beiðni um umsögn202012271
Frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála - beiðni um umsögn fyrir 11. janúar nk.
Lagt fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að frumvarpið verði kynnt í fjölskyldunefnd.
9. Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu - beiðni um umsögn202012270
Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu - beiðni um umsögn fyrir 11. janúar nk.
Lagt fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að frumvarpið verði kynnt í fjölskyldunefnd.
10. Frumvarp til laga um kosningalög - beiðni um umsögn202012299
Frumvarp til laga um kosningalög - beiðni um umsögn fyrir 12. janúar nk.
Lagt fram.
11. Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð - beiðni um umsögn202012191
Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð - beiðni um umsögn fyrir 1. febrúar nk.
Lagt fram.
Bókun áheyrnarfulltrúa V-lista:
Áheyrnarfulltrúi V-lista í bæjarráði Mosfellsbæjar fagnar frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um þjóðgarð á hálendi Íslands sem er núna í þinglegri meðferð. Frumvarpið er lagt fram í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir orðrétt: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu ... “Með stofnun hálendisþjóðgarðs munu ósnortin og ómetanleg víðerni njóta tilhlýðilegrar verndar og virðingar, umferð um hálendið verður stýrt með skipulögðum hætti, aðgengi verður bætt og fræðsla og rannsóknir um það efldar.
Það er viðbúið og eðlilegt að gera þurfi einhverjar breytingar á svo viðamiklu frumvarpi, það snertir drjúgan hluta landsins með afgerandi hætti og hér eiga margir hagsmuna að gæta. Frumvarpið er stórt, talið í blaðsíðum og ferkílómetrum, en það er líka stórt í hugsun. Hér er horft til langrar framtíðar og með stofnun hálendisþjóðgarðs mun Ísland stíga tímamótakref í náttúruvernd og senda sterk skilaboð til umheimsins og framtíðarinnar. Því tel ég afar mikilvægt að málið verði til lykta leitt á þessu kjörtímabili.
12. Þingsályktun um græna atvinnubyltingu - beiðni um umsögn202012306
Þingsályktun um græna atvinnubyltingu - beiðni um umsögn fyrir 12. janúar nk.
Afgreiðslu frestað vegna tímaskorts.
13. Tillögur Velferðarvaktarinnar um mótvægisaðgerðir vegna Covid 19202012235
Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga um mótvægsaðgerðir vegna COVID-19.
Afgreiðslu frestað vegna tímaskorts.
14. Stytting vinnuvikunnar - dagvinnufólk202009221
Niðurstöður stofnana sem áttu eftir að klára útfærslu á styttingu vinnuvikunnar lagðar fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum tillögu þeirra stofnana, sem greindar eru í fyrirliggjandi minnisblaði.