Mál númer 202012360
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum lögð fram til kynningar. Á 1471. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað: "Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum lögð fram. Líkt og fram kemur í áskoruninni er grænkera fæði í boði í grunnskólum Mosfellsbæjar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að áskorunin verði kynnt fyrir fræðslunefnd".
Afgreiðsla 386. fundar fræðslunefndar samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. febrúar 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #386
Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum lögð fram til kynningar. Á 1471. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað: "Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum lögð fram. Líkt og fram kemur í áskoruninni er grænkera fæði í boði í grunnskólum Mosfellsbæjar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að áskorunin verði kynnt fyrir fræðslunefnd".
Samtök grænkera á Íslandi sem sendi sveitarstjórnum á Íslandi áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum lögð fram. Líkt og fram kemur í áskoruninni er grænkera fæði í boði í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar.
Bókun Viðreisnar í Mosfellsbæ:
Viðreisn fagnar því að við séum leiðandi sveitafélag í þessum efnum, enda lögðum við fram tillögur þess efnis að bjóða fólki upp á val um grænmetis/vegan fæðu á 366. fundi fræðslunefndar 11. september 2019. Breytingar hafa orðið við skráningu í mötuneyti en upplýsingarnar eru enn ekki aðgengilegar fólki á heimasíðu og í stefnum bæjarins. Er það ósk Viðreisnar að gera þessar upplýsingar aðgengilegar á vefsíðum skólanna sem og í samþykktum bæjarins um mötuneyti. Klárum málið alveg og gerum það sýnilegt svo fólk sé meðvitað um þetta val. - 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Berist til sveitarstjórnar: Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.
Afgreiðsla 1471. fundar bæjarráðs samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. janúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1471
Berist til sveitarstjórnar: Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.
Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum lögð fram. Líkt og fram kemur í áskoruninni er grænkerafæði í boði í grunnskólum Mosfellsbæjar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að áskorunin verði kynnt fyrir fræðslunefnd.