Mál númer 202012191
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð - beiðni um umsögn fyrir 1. febrúar nk.
Bókun M-lista:
Þessi áform stefna umferðarrétti almennings um hálendi landsins í voða. Það er miður og jafnframt er verið að stefna að því að færa vald úr dreifðu fyrirkomulagi í miðstýrt. Það að VG leiði slík áform er í anda vinstri manna en að það sé gert ásamt Framsókn og Sjálfstæðisflokks er eitthvað nýtt og í raun stórundarlegt.***
Afgreiðsla 1471. fundar bæjarráðs samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 7. janúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1471
Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð - beiðni um umsögn fyrir 1. febrúar nk.
Lagt fram.
Bókun áheyrnarfulltrúa V-lista:
Áheyrnarfulltrúi V-lista í bæjarráði Mosfellsbæjar fagnar frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um þjóðgarð á hálendi Íslands sem er núna í þinglegri meðferð. Frumvarpið er lagt fram í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir orðrétt: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu ... “Með stofnun hálendisþjóðgarðs munu ósnortin og ómetanleg víðerni njóta tilhlýðilegrar verndar og virðingar, umferð um hálendið verður stýrt með skipulögðum hætti, aðgengi verður bætt og fræðsla og rannsóknir um það efldar.
Það er viðbúið og eðlilegt að gera þurfi einhverjar breytingar á svo viðamiklu frumvarpi, það snertir drjúgan hluta landsins með afgerandi hætti og hér eiga margir hagsmuna að gæta. Frumvarpið er stórt, talið í blaðsíðum og ferkílómetrum, en það er líka stórt í hugsun. Hér er horft til langrar framtíðar og með stofnun hálendisþjóðgarðs mun Ísland stíga tímamótakref í náttúruvernd og senda sterk skilaboð til umheimsins og framtíðarinnar. Því tel ég afar mikilvægt að málið verði til lykta leitt á þessu kjörtímabili.