Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202012191

  • 13. janúar 2021

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #774

    Frum­varp til laga um Há­lend­is­þjóð­garð - beiðni um um­sögn fyr­ir 1. fe­brú­ar nk.

    Bók­un M-lista:
    Þessi áform stefna um­ferð­ar­rétti al­menn­ings um há­lendi lands­ins í voða. Það er mið­ur og jafn­framt er ver­ið að stefna að því að færa vald úr dreifðu fyr­ir­komu­lagi í mið­stýrt. Það að VG leiði slík áform er í anda vinstri manna en að það sé gert ásamt Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokks er eitt­hvað nýtt og í raun stórund­ar­legt.

    ***
    Af­greiðsla 1471. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 774. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 7. janúar 2021

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1471

      Frum­varp til laga um Há­lend­is­þjóð­garð - beiðni um um­sögn fyr­ir 1. fe­brú­ar nk.

      Lagt fram.

      Bók­un áheyrn­ar­full­trúa V-lista:
      Áheyrn­ar­full­trúi V-lista í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar fagn­ar frum­varpi um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra um þjóð­garð á há­lendi Ís­lands sem er núna í þing­legri með­ferð. Frum­varp­ið er lagt fram í sam­ræmi við sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar en þar seg­ir orð­rétt: „Stofn­að­ur verð­ur þjóðgarð­ur á mið­há­lend­inu ... “

      Með stofn­un há­lend­is­þjóðgarðs munu ósnort­in og ómet­an­leg víð­erni njóta til­hlýði­legr­ar vernd­ar og virð­ing­ar, um­ferð um há­lend­ið verð­ur stýrt með skipu­lögð­um hætti, að­gengi verð­ur bætt og fræðsla og rann­sókn­ir um það efld­ar.

      Það er við­bú­ið og eðli­legt að gera þurfi ein­hverj­ar breyt­ing­ar á svo viða­miklu frum­varpi, það snert­ir drjúg­an hluta lands­ins með af­ger­andi hætti og hér eiga marg­ir hags­muna að gæta. Frum­varp­ið er stórt, tal­ið í blað­síð­um og fer­kíló­metr­um, en það er líka stórt í hugs­un. Hér er horft til langr­ar fram­tíð­ar og með stofn­un há­lend­is­þjóðgarðs mun Ís­land stíga tíma­mótakref í nátt­úru­vernd og senda sterk skila­boð til um­heims­ins og fram­tíð­ar­inn­ar. Því tel ég afar mik­il­vægt að mál­ið verði til lykta leitt á þessu kjör­tíma­bili.