Mál númer 202012348
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Erindi SI vegna hækkunar gjaldskrár Sorpu
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins tekur undir áhyggjur Samtaka iðnaðarins hvað hækkun á gjaldskrá SORPU varðar svo nemi hundruð prósenta hækkun á einstaka liðum hennar. Miðflokkurinn kallar eftir því að stjórn Sorpu taki þá ábyrgð sem henni ber og víki.Bókun L-lista:
Því er eindregið beint til stjórnar og framkvæmdastjóra Sorpu að eiga samtöl og leggja fram öll þau gögn sem megi verða til þess að Samtök iðnaðarins, fyrir hönd aðildarfélaga sinna, fái fullnægjandi útskýringar á uppbyggingu nýrrar gjaldskrár Sorpu eins og óskað er eftir í bréfi samtakanna frá 22. desember 2020.
Bókun D- og V- lista:
Samtal um breytingar á gjaldskrám Sorpu hefur þegar farið fram á milli stjórnenda Sorpu og Samtaka iðnaðarins og forsendur á breytingum á gjaldskrám útskýrðar. Það er miður að það hafi leitt til þess að Samtök iðnaðarins hafi kosið að svara þeim samskiptum í fjölmiðlum. Erindinu er beint til eigendavettvangs Sorpu og verður væntanlega rætt þar í framhaldinu.
Gagnbókun M-lista:
Hér rengir meirihlutinn í Mosfellsbæ erindi frá Samtökum iðnaðarins. Einnig hafa fulltrúar meirihlutans ráðist á samtökin að ósekju. Þetta verklag er óásættanlegt. Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ minnir annars á fyrri bókanir sínar er lúta að málefnum SORPU.Gagnbókun D- og V-lista:
Það er rangt sem fram kemur í bókun M-lista að í bókun meirihluta bæjarstjórnar sé verið að rengja erindi SI og verið sé að ráðast a samtökin að ósekju.Þar er einfaldlega bent á staðreyndir málsins sem eru að samtal um gjaldskrárbreytingar hefur þegar farið fram milli SI og forsvarsmanna Sorpu.
***
Afgreiðsla 1471. fundar bæjarráðs samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 7. janúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1471
Erindi SI vegna hækkunar gjaldskrár Sorpu
Erindi SI vegna hækkunar gjaldskrár Sorpu lagt fram til kynningar.