Mál númer 202012299
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Frumvarp til laga um kosningalög - beiðni um umsögn fyrir 12. janúar nk.
Bókun M-lista:
Með þessu frumvarpi hefur vinstri mönnum, m.a. VG, Samfylkingu, Pírötum ásamt fleirum, tekist að koma í frumvarp þetta áform um póstkosningu sem yrði afturför enda tíðkast slíkt án þess að vottar séu í viðurvist við afgreiðslu atkvæða eða atkvæði greidd í sendiráðum og ræðisskrifstofum. Nýlegar kosningar í Bandaríkjunum og úrslit þar hafa verið mikið til umfjöllunar en þar hefur m.a. verið deilt um gild atkvæði. Séu áform vinstri manna á Íslandi að koma slíku fyrirkomulag á hér á landi samfara ágreiningsmálum um kosningar og úrslit þeirra er vá fyrir dyrum. Því ber að gæta mjög að þessu frumvarpi og óstöðugum ,,nýjungum“ sem í því eru fólgnar og ógna beinlínis lýðræðinu sem stendur nú þegar traustum fótum á Íslandi umfram mörg önnur lönd.***
Afgreiðsla 1471. fundar bæjarráðs samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 7. janúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1471
Frumvarp til laga um kosningalög - beiðni um umsögn fyrir 12. janúar nk.
Lagt fram.