Mál númer 202212210
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda á grundvelli tilboðs hans.
Afgreiðsla 1573. fundar bæjarráðs samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1573
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda á grundvelli tilboðs hans.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda, Urð og grjót ehf., að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því kæranda var eða mátti verða kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 1. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #822
Lögð er fram til afgreiðslu umsókn frá umhverfissviði Mosfellsbæjar, dags. 21.02.2023, um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu stofnlagnar/þrýstilagnar meðfram Skarhólabraut að vatnstanki í Úlfarsfellshlíðum auk framkvæmda til þess að gera þjónustulóð Skarhólabrautar 3 byggingarhæfa, í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 585. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 822. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. febrúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #585
Lögð er fram til afgreiðslu umsókn frá umhverfissviði Mosfellsbæjar, dags. 21.02.2023, um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu stofnlagnar/þrýstilagnar meðfram Skarhólabraut að vatnstanki í Úlfarsfellshlíðum auk framkvæmda til þess að gera þjónustulóð Skarhólabrautar 3 byggingarhæfa, í samræmi við gögn.
Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grunni fyrirliggjandi gagna og gildandi deiliskipulags Skarhólabrautar, staðfest 12.03.2008, og Slökkvistöðvarsvæðis, staðfest 07.02.2010 m.s.br.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 15. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #821
Óskað er eftir að bæjarráð heimili útboð á lagningu stofnlagnar (þrýstilögn) að vatnstanki í Úlfarsfellshlíðum, ennfremur að gera lóðina Skarhólabraut 3 byggingarhæfa.
Afgreiðsla 1567. fundar bæjarráðs samþykkt á 821. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. febrúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1567
Óskað er eftir að bæjarráð heimili útboð á lagningu stofnlagnar (þrýstilögn) að vatnstanki í Úlfarsfellshlíðum, ennfremur að gera lóðina Skarhólabraut 3 byggingarhæfa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út lagningu stofnlagnar að vatnstakni í Úlfarsfellshlíðum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.