Mál númer 202303419
- 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Svar framkvæmdastjóra velferðarsviðs við fyrirspurn fulltrúa D lista lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla 1589. fundar bæjarráðs samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. ágúst 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1589
Svar framkvæmdastjóra velferðarsviðs við fyrirspurn fulltrúa D lista lagt fram til kynningar.
Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs, kynnti fyrirliggjandi svar við fyrirspurn D lista.
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Tillaga D lista þar sem lagt er til að bæjarstjóra og velferðarsviði verði falið að afla upplýsinga um hve margar íbúðir Reykjavík, önnur sveitarfélög og ríkið leigja í Mosfellsbæ fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd. Einnig er óskað upplýsinga um hve margar íbúðir í Mosfellsbæ eru framleigðar á vegum annarra sveitarfélaga og ríkisins.
Afgreiðsla 1573. fundar bæjarráðs samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum. Bæjarfulltrúar B, C og S lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.
***
Bókun D lista:
Mosfellsbær hefur nýlega skrifað undir samning um móttöku 80 manna hóps flóttafólks á árinu 2023.Það verkefni mun fela í sér margar áskoranir og mun reyna á innviði sveitarfélagsins og ein sú stærsta er að útvega húsnæði sem er mjög erfitt þessi misserin.
Tillaga fulltrúa D lista í bæjaráði snýst um að fá á hreint hvort önnur sveitarfélög og ríkið séu að leigja íbúðir í Mosfellsbæ fyrir flóttafólk og einnig undir félagslegt húsnæði.Sé það raunin mun það auka enn frekar álag á innviði í Mosfellsbæ, auk þess sem verulegur kostnaður leggst á Mosfellsbæ.
Það er því mjög mikilvægt að okkar mati að fá upplýsingar og heildarmynd um stöðu þessara mála í sveitarfélaginu.
Það vekur því furðu miðað við þá miklu hagsmuni sem geta verið í húfi að meirihluti Framsóknar, Viðreisnar og Samfylkingar hafi ekki samþykkt tillögu fulltrúa D lista í bæjarráði eða bæjarstjórn.
Bókun B, C og S lista:
Eins og fram hefur komið þá standa bæjarfulltrúar B, S og C lista ekki í vegi fyrir framgöngu tillögunnar heldur sátu hjá við afgreiðslu hennar. Í ljósi þess að bæjarfélagið hefur engin úrræði til að bregðast við leigu annarra sveitarfélag á íbúðarhúsnæði í bænum þá teljum við starfskröftum starfsfólks Mosfellsbæjar betur varið í önnur verkefni. - 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Lagt er til að bæjarstjóra og velferðarsviði verði falið að afla upplýsinga um hve margar íbúðir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög leigja í Mosfellsbæ fyrir flóttafólk og einnig hve margar íbúðir sem framleigðar eru á vegum annarra sveitarfélaga eru í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1572. fundar bæjarráðs samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1573
Tillaga D lista þar sem lagt er til að bæjarstjóra og velferðarsviði verði falið að afla upplýsinga um hve margar íbúðir Reykjavík, önnur sveitarfélög og ríkið leigja í Mosfellsbæ fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd. Einnig er óskað upplýsinga um hve margar íbúðir í Mosfellsbæ eru framleigðar á vegum annarra sveitarfélaga og ríkisins.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að fela bæjarstjóra að afla upplýsinga í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Fulltrúar B, C og S lista sitja hjá.
- 16. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1572
Lagt er til að bæjarstjóra og velferðarsviði verði falið að afla upplýsinga um hve margar íbúðir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög leigja í Mosfellsbæ fyrir flóttafólk og einnig hve margar íbúðir sem framleigðar eru á vegum annarra sveitarfélaga eru í Mosfellsbæ.
Frestað vegna tímaskorts.