Mál númer 202303425
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Erindi frá Innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á gagngerum breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem nýverið voru kynntar í samráðsgátt stjórnvalda.
Afgreiðsla 1573. fundar bæjarráðs samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
***
Bókun D lista:
Sveitarfélög eiga stjórnarskrárvarinn rétt sveitarfélaga til að ráða sjálf málefnum sínum og þar á meðal álagningu útsvarsprósentu á íbúa.Fyrirhugaðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eru til þess fallnar að búa til pólitíska einstefnu í að sveitarfélög eigi að hækka útsvarsprósentur bæjarbúa í botn.
Ef þessar tillögur ná fram að ganga þá er verið að skapa ranga hvata og hindra að sveitarfélög geti skilað ávinningi af góðum rekstri til bæjarbúa.
- 23. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1573
Erindi frá Innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á gagngerum breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem nýverið voru kynntar í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram.