Mál númer 202012176
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um stofnun stafræns teymis hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Afgreiðsla 1476. fundar bæjarráðs samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. febrúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1476
Umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um stofnun stafræns teymis hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í samstarfi um stafrænt teymi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og verji kr. 1.849.456 til verkefnisins í ár og sömu fjárhæð vegna ársins 2022, sbr. tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði. Bæjarráð telur mikilvægt að í samningi um samstarfið verði sett skýr mælanleg markmið og afurðir verkefnisins skilgreindar fyrirfram.
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Fjóla María Ágústsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mætir til fundarins og kynnir verkefnið.
Afgreiðsla 1474. fundar bæjarráðs samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. janúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1474
Fjóla María Ágústsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mætir til fundarins og kynnir verkefnið.
Fjóla María Ágústsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mætti til fundarins og kynnti verkefnið.
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Tillaga um stofnun miðlægs tækniteymis Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Afgreiðsla 1470. fundar bæjarráðs samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. desember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1470
Tillaga um stofnun miðlægs tækniteymis Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn frá forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar um málið.