Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202312301

 • 10. janúar 2024

  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #842

  Sam­komulag rík­is og sveit­ar­fé­laga um breyt­ingu á fjár­mögn­un þjón­ustu við fatlað fólk lagt fram til kynn­ing­ar.

  Af­greiðsla 1607. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 842. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 21. desember 2023

   Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1607

   Sam­komulag rík­is og sveit­ar­fé­laga um breyt­ingu á fjár­mögn­un þjón­ustu við fatlað fólk lagt fram til kynn­ing­ar.

   Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að ríki og sveit­ar­fé­lög hafa und­ir­ritað sam­komulag um breyt­ingu á fjár­hagsramma þjón­ustu sveit­ar­fé­laga við fatlað fólk. Sam­komu­lag­ið fel­ur í sér að há­marks­út­svar sveit­ar­fé­laga hækk­ar um 0,23% og fari úr 14,74% í 14,97%. Sam­svar­andi lækk­un verð­ur á tekju­skatt­pró­sentu rík­is­ins.

   Á fundi bæj­ar­stjórn­ar fyrr í dag var sam­þykkt að hækka álagn­ing­ar­hlut­fall út­svars fyr­ir árið 2024 um 0,23% sem verði 14,97% í sam­ræmi við sam­komu­lag­ið og heim­ild í ný­sam­þykktri breyt­ingu á lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga.

   Hækk­un út­svars í Mos­fells­bæ um 0,23% fel­ur því ekki í sér aukn­ar álög­ur á íbúa.