Mál númer 202312301
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla 1607. fundar bæjarráðs samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. desember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1607
Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk lagt fram til kynningar.
Í tilkynningunni kemur fram að ríki og sveitarfélög hafa undirritað samkomulag um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að hámarksútsvar sveitarfélaga hækkar um 0,23% og fari úr 14,74% í 14,97%. Samsvarandi lækkun verður á tekjuskattprósentu ríkisins.
Á fundi bæjarstjórnar fyrr í dag var samþykkt að hækka álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024 um 0,23% sem verði 14,97% í samræmi við samkomulagið og heimild í nýsamþykktri breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Hækkun útsvars í Mosfellsbæ um 0,23% felur því ekki í sér auknar álögur á íbúa.