Mál númer 202312200
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Ósk Strætó bs. til sveitarfélaganna um aukaframlag vegna greiðslu skaðabóta og vaxta er tengist niðurstöðu Landsréttar í dómsmáli.
Afgreiðsla 1607. fundar bæjarráðs samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. desember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1607
Ósk Strætó bs. til sveitarfélaganna um aukaframlag vegna greiðslu skaðabóta og vaxta er tengist niðurstöðu Landsréttar í dómsmáli.
Í erindi Strætó bs. er greint frá niðurstöðu stjórnar félagsins um að una niðurstöðu Landsréttar í Lrd. 344/2022. Samkvæmt niðurstöðu dómsins ber Strætó bs. að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 193.918.137 ásamt vöxtum til 11. september 2020 og dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Heildarfjárhæðin nemur kr. 351.458.794. Í bréfinu er farið fram á aukaframlag frá eigendum og nemur hlutur Mosfellsbæjar kr. 19.126.630.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum aukaframlag Mosfellsbæjar kr. 19.126.630 í samræmi við ósk Strætó bs. Samþykktin er gerð með fyrirvara um samþykki á viðauka við fjárhagsáætlun í máli nr. 7 á dagskrá fundarins.