Mál númer 202102120
- 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Borist hefur frá Kristni Ragnarssyni, f.h. landeiganda, dags. 15.02.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 6-8. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 535. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. mars 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #535
Borist hefur frá Kristni Ragnarssyni, f.h. landeiganda, dags. 15.02.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 6-8. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.
Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar, fulltrúa M-lista:
Almenn skoðun fulltrúa Miðflokksins er að gildandi deiliskipulag eigi að standa óhaggað. Í þessu tilfelli er hins vegar rík sátt milli eigenda og nágranna og enginn ágreiningur um deiliskipulagsbreytinguna. Með þeim rökum styður fulltrúi Miðflokksins deiliskipulagsbreytinguna.Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur meðfylgjandi gögn svo að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með vísan í 3. mgr. 44. gr. sömu laga um kynningarferli grenndarkynninga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins. Lóðarhafi skal greiða viðeigandi gjöld í samræmi við aukna nýtingu.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Borist hefur frá Kristni Ragnarssyni, f.h. landeiganda, dags. 15.02.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 6-8. Meðfylgjandi eru undirskriftir nágranna.
Afgreiðsla 533. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. febrúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #533
Borist hefur frá Kristni Ragnarssyni, f.h. landeiganda, dags. 15.02.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 6-8. Meðfylgjandi eru undirskriftir nágranna.
Frestað vegna tímaskorts