Mál númer 202102257
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Borist hefur erindi frá Guðmundi Oddi Víðissyni, f.h. Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, dags. 14.02.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu á Skarhólabraut 30.
Afgreiðsla 533. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. febrúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #533
Borist hefur erindi frá Guðmundi Oddi Víðissyni, f.h. Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, dags. 14.02.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu á Skarhólabraut 30.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem hún telst minniháttar og með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins lóðarhafa, málsaðila, og sveitarfélagið hagsmunaaðila máls. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.