Mál númer 202102116
- 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Á 1476. fundi bæjarráðs var samþykkt að skýrslan Borgarlína, 1. lota forsendur og frumdrög yrði kynnt fyrir skipulagsnefnd. Erindi barst frá Hrafnkatli Á. Proppé, forstöðumanni Borgarlínuverkefnisins, dags. 04.02.2021. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 535. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. mars 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #535
Á 1476. fundi bæjarráðs var samþykkt að skýrslan Borgarlína, 1. lota forsendur og frumdrög yrði kynnt fyrir skipulagsnefnd. Erindi barst frá Hrafnkatli Á. Proppé, forstöðumanni Borgarlínuverkefnisins, dags. 04.02.2021. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.
Bókun Sveins ÓSkars Sigurðssonar fulltrúa M-lista:
Frumdragaskýrsla inniheldur frumdrög en hvorki endanlega niðurstöðu né nákvæmar upplýsingar. Frumdrögin lýsa verkefninu ekki á fullnægjandi hátt. Ekki er gert grein fyrir fyrirhuguðum rekstri og niðurgreiðslum í formi skatta og veggjalda á einstaklinga og atvinnulíf. Almenningssamgöngur eru mikilvægar en þessar, sem hér eru kynntar, eru of kostnaðarsamar. Hér er um að ræða áhættufjárfestingu opinbers aðila til að auka byggingamagn og þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu.Bókun Stefáns Ómars Jónssonar fulltrúa L-lista:
Í kynningu forstöðumanns Borgarlínuverkefnisins í bæjarráði fyrir stuttu síðan kom fram að kostnaður vegna 1. Lotu er áætlaður 24,9 milljarðar krónana. Það koma á óvart að þessi upphæð á að skiptist upp á milli framlaga úr Samgöngusáttmálanum (sveitarfélögin og ríkið) að upphæð 18,6 milljarðar króna og beinna framlaga frá Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ að upphæð 6,3 milljarðar króna.
Bein framlög þessara tveggja sveitarfélaga nema því um 25% af heildarkostnaðaráætlun 1. Lotu Borgarlínunnar. Ef þetta verður framvindan í gegnum öll verkefni Samgöngusáttmálans má ljóst vera að heildarkostnaður verður ekki 120 milljarðar heldur um 150 milljarðar króna. Spurningar vakna um hver endanleg kostnaðarþátttaka Mosfellsbæjar verður af þátttöku í Samgöngusáttmálanum.
Einnig er lýst áhyggjum með ákveðnar þrengingar s.s. á Suðurlandsbraut. Þá er einnig lýst áhyggjum með seinkun á framkvæmdum við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðarvegs sem er órjúfanlegur hluti samgöngusáttmálans.Lagt fram og kynnt.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Hrafnkell Á. Proppé, forstöðumaður Borgarlínuverkefnis, mun kynna skýrsluna Borgarlínan, 1. lota forsendur og frumdrög. Skýrsluna og önnur gögn er að finna á vef Borgarlínunnar www.borgarlinan.is
Afgreiðsla 1476. fundar bæjarráðs samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Á 1476. fundi bæjarráðs var samþykkt að skýrslan Borgarlína, 1. lota forsendur og frumdrög yrði kynnt fyrir skipulagsnefnd. Erindi barst frá Hrafnkatli Á. Proppé, forstöðumanni Borgarlínuverkefnisins, dags. 04.02.2021.
Afgreiðsla 533. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Á 1476. fundi bæjarráðs var samþykkt að skýrslan Borgarlína, 1. lota forsendur og frumdrög, verði kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Afgreiðsla 216. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. febrúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #533
Á 1476. fundi bæjarráðs var samþykkt að skýrslan Borgarlína, 1. lota forsendur og frumdrög yrði kynnt fyrir skipulagsnefnd. Erindi barst frá Hrafnkatli Á. Proppé, forstöðumanni Borgarlínuverkefnisins, dags. 04.02.2021.
Frestað vegna tímaskorts
- 18. febrúar 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #216
Á 1476. fundi bæjarráðs var samþykkt að skýrslan Borgarlína, 1. lota forsendur og frumdrög, verði kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Lagt fram til kynningar.
- 11. febrúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1476
Hrafnkell Á. Proppé, forstöðumaður Borgarlínuverkefnis, mun kynna skýrsluna Borgarlínan, 1. lota forsendur og frumdrög. Skýrsluna og önnur gögn er að finna á vef Borgarlínunnar www.borgarlinan.is
Hrafnkell Á. Proppé, forstöðumaður Borgarlínuverkefnis kynnti skýrsluna Borgarlínan, 1. lota forsendur og frumdrög.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til kynningar í skipulagsnefnd, umhverfisnefnd og ungmennaráði. Jafnframt samþykkt að taka skýrsluna til frekari umræðu eftir að málið hefur verið kynnt í nefndum.