Mál númer 202309343
- 27. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #835
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. hesthúsaeigenda Flugubakka 6, dags. 12.09.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og lóðastækkun. Tillagan felur í sér að stækka lóð til austurs um 2 m til samræmis við Flugubakka 8 og 10, í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 22. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #596
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. hesthúsaeigenda Flugubakka 6, dags. 12.09.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og lóðastækkun. Tillagan felur í sér að stækka lóð til austurs um 2 m til samræmis við Flugubakka 8 og 10, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa erindinu til frekari skoðunar á umhverfissviði vegna yfirstandandi vinnu og undirbúnings mögulegrar sölu lóða og byggingarréttar hesthúsa á Varmárbökkum, í samræmi við afgreiðslu á 1588. fundi bæjarráðs. Viðbygging að Flugubakka 6 fellur innan sömu uppbyggingaráforma og -heimilda samkvæmt deiliskipulagsbreytingu svæðis, staðfest 09.12.2020.