Mál númer 202309464
- 27. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #835
Borist hefur erindi frá Guðmundi Hlír Sveinssyni, f.h. Bergs Verktaka ehf. og landeiganda L225237, dags. 15.09.2023, með ósk um að koma fyrir jarðefnamóttöku, endurvinnslu, efnislosun og framleiðslu efnis í Miðdal í samræmi við erindi.
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 22. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #596
Borist hefur erindi frá Guðmundi Hlír Sveinssyni, f.h. Bergs Verktaka ehf. og landeiganda L225237, dags. 15.09.2023, með ósk um að koma fyrir jarðefnamóttöku, endurvinnslu, efnislosun og framleiðslu efnis í Miðdal í samræmi við erindi.
Skipulagsnefnd synjar erindinu málsaðila um efnisvinnslu og -geymslu við Hafravatnsveg í Miðdal með 5 atkvæðum. Umrætt svæði er skilgreint sem „óbyggt land“ í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Landið er einnig innan þess svæðis sem skilgreint hefur verið sem „græni trefillinn“, og í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, er gert ráð fyrir samfelldu útivistar- og náttúruverndarsvæði ofan byggðarinnar. Þar verður sérstaklega hugað að nýtingu lands með ásýnd þess í huga. Landið fellur einnig innan öryggissvæðis vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins um verndun grunnvatns nr. 555/2015, sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um.
Umrædd starfsemi ætti heima innan skilgreindra „efnistöku- og efnislosunarsvæða“ samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsnefnd vísar erindinu ekki til yfirstandandi endurskoðunar aðalskipulagsins þar sem ljóst er að starfsemi, umfang, jarðrask, ásýnd, hljóðmengun og efnisflutningar á þessum stað samræmast ekki markmiðum Mosfellsbæjar í kynntum frumdrögum nýs aðalskipulags, með vísan í ofangreint og kynnta greinargerð.