Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202309464

 • 27. september 2023

  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #835

  Borist hef­ur er­indi frá Guð­mundi Hlír Sveins­syni, f.h. Bergs Verktaka ehf. og land­eig­anda L225237, dags. 15.09.2023, með ósk um að koma fyr­ir jarð­efna­mót­töku, end­ur­vinnslu, efn­is­los­un og fram­leiðslu efn­is í Mið­dal í sam­ræmi við er­indi.

  Af­greiðsla 596. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 835. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 10 at­kvæð­um.

  • 22. september 2023

   Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #596

   Borist hef­ur er­indi frá Guð­mundi Hlír Sveins­syni, f.h. Bergs Verktaka ehf. og land­eig­anda L225237, dags. 15.09.2023, með ósk um að koma fyr­ir jarð­efna­mót­töku, end­ur­vinnslu, efn­is­los­un og fram­leiðslu efn­is í Mið­dal í sam­ræmi við er­indi.

   Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu máls­að­ila um efn­is­vinnslu og -geymslu við Hafra­vatns­veg í Mið­dal með 5 at­kvæð­um. Um­rætt svæði er skil­greint sem „óbyggt land“ í gild­andi að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar. Land­ið er einn­ig inn­an þess svæð­is sem skil­greint hef­ur ver­ið sem „græni tref­ill­inn“, og í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Höf­uð­borg­ar­svæð­ið 2040, er gert ráð fyr­ir sam­felldu úti­vist­ar- og nátt­úru­vernd­ar­svæði ofan byggð­ar­inn­ar. Þar verð­ur sér­stak­lega hug­að að nýt­ingu lands með ásýnd þess í huga. Land­ið fell­ur einn­ig inn­an ör­ygg­is­svæð­is vatns­vernd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um vernd­un grunn­vatns nr. 555/2015, sem öll sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa sam­ein­ast um.
   Um­rædd starf­semi ætti heima inn­an skil­greindra „efnis­töku- og efn­is­los­un­ar­svæða“ sam­kvæmt skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013. Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu ekki til yf­ir­stand­andi end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags­ins þar sem ljóst er að starf­semi, um­fang, jarðrask, ásýnd, hljóð­meng­un og efn­is­flutn­ing­ar á þess­um stað sam­ræm­ast ekki mark­mið­um Mos­fells­bæj­ar í kynnt­um frumdrög­um nýs að­al­skipu­lags, með vís­an í of­an­greint og kynnta grein­ar­gerð.