Mál númer 202502477
- 5. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #867
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að vegaheiti og staðvísi fyrir landar- og fasteignir vestan og norðan Króka- og Silungatjarnar, er liggur norðuraustur frá Nesjavallavegi. Í samræmi við tillögu og minnisblað skipulagsfulltrúa er lagt til að uppfæra staðfangaskráningar land- og fasteigna með aðkomu frá Selvatnsvegi með heiti og númeri í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017.
Afgreiðsla 626. fundar skipulagsnefndar staðfest á 867. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 28. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #626
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að vegaheiti og staðvísi fyrir landar- og fasteignir vestan og norðan Króka- og Silungatjarnar, er liggur norðuraustur frá Nesjavallavegi. Í samræmi við tillögu og minnisblað skipulagsfulltrúa er lagt til að uppfæra staðfangaskráningar land- og fasteigna með aðkomu frá Selvatnsvegi með heiti og númeri í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum nafngiftina Tjarnavegur og vísar úrlausn staðfangaskráningar til umhverfissviðs, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og minnisblað. Uppfærðar staðfangaskráningar hafa ekki áhrif á heimildir, skipulag eða skilgreinda notkun lóða og landa.