Mál númer 202104298
- 5. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #867
Lögð er fram til afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa að erindi til Betri samgangna vegna frumdragahönnuna Borgarlínu lotu 6.
Afgreiðsla 626. fundar skipulagsnefndar staðfest á 867. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 28. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #626
Lögð er fram til afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa að erindi til Betri samgangna vegna frumdragahönnuna Borgarlínu lotu 6.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd þakkar skipulagsfulltrúa, starfsfólki umhverfissviðs og ráðgjöfum ýtarlega rýni og vinnu. Skipulagsnefnd telur samlegðaráhrif lausnar og tillögu ráðgjafa geta leyst ýmis atriði gatnamótanna með tilliti til uppbyggingar og framtíðar umferðar almenningssamgangna. Nefndin áréttar þó að breytingar sem þessar þarfnast frekara samráðs við íbúa. Aðgerðir við Langatanga eru ekki hluti af umferðaröryggisframkvæmdum ársins 2025 né aðgerðarlista umferðaröryggisáætlunar frá 2024. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umhverfissviðs sem skoðar hvort gera megi umræddar breytingar tímabundið og meta ávinning þeirra.
- 9. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #800
Lögð eru fram til kynningar drög og tillögur starfsfólks Mannvits að legu og sniði Borgarlínu í gegnum óbyggt land Blikastaða sem tenging milli Reykjavíkur og Baugshlíðar.
Bókun M-lista:
Sökum þess að verkefnið allt í heild sinni er enn svo vanbúið að ómögulegt er að greiða því atkvæði.***
Afgreiðsla 560. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 800. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa M-lista.
- 4. mars 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #560
Lögð eru fram til kynningar drög og tillögur starfsfólks Mannvits að legu og sniði Borgarlínu í gegnum óbyggt land Blikastaða sem tenging milli Reykjavíkur og Baugshlíðar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillögur samkvæmt fyrirliggjandi gögnum verði lagðar til grundvallar að legu Borgarlínunnar í nýju aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Jón Pétursson fulltrúi M-lista, Miðflokks, greiðir atkvæði gegn tillögunni.Bókun Jóns Péturssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks:
Miðflokkurinn hefur alla tíð lagst gegn hugmyndum um Borgarlínu með rökum sem áður hafa komið fram. Borgarlína í gegn um Blikastaðaland, ef af verður, mun auka virði þess lands verulega. Landið er í eigu einkaaðila. Fasteignir á því landi verða einungis á færi efnafólks að eignast. - 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Tillaga að erindi vegna samráðs um Borgarlínu í Blikastaðalandi.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins leggur áherslu á að í skipulagi af þessum toga, þar sem gert er ráð fyrir að borgarlínan verði að veruleika, geri einnig ráð fyrir því að ekki verði að þeirri framkvæmd eðli máls samkvæmt. Þetta er fullyrt í ljósi faglegra greiningavinnu t.a.m. sérfræðinga samtaka áhugafólks um samgöngur fyrir alla (ÁS). Borgarlínan er kostnaðarsöm framkvæmd með því augnamiði að 12% ferða (sem eru í dag um 3-4%) á höfuðborgarsvæðinu verði farnar með almenningssamgöngum. Það er draumsýn. Fulltrúi Miðflokksins styður létta borgarlínu (BRT-Lite) og almenningssamgöngur sem eru mun hagkvæmari og afkasta álíka miklu og hin þunglamalega borgarlína sem verið að boða af hálfu Betri samgangna ohf. Því og þess vegna eru töluverðar líkur á að ekki verði að nýtingu þessa svæðis undir borgarlínu í landi Blikastaða. Rétt er að taka tillit til þessa þegar kemur að skipulagi til langs tíma.Bókun V- og D-lista.
Bókun fulltrúa M lista er full af rangfærslum og er ekki svaraverð.***
Afgreiðsla 1487. fundar bæjarráðs samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. apríl 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1487
Tillaga að erindi vegna samráðs um Borgarlínu í Blikastaðalandi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að senda erindi til Betri samgangna ohf. þar sem farið verði fram á að kannaður verði sá möguleiki að flýta vinnu við frumdrög og ramma fyrir hluta E-leiðar Borgarlínu sem tengir saman Reykjavík og Mosfellsbæ vegna þeirrar vinnu sem er í gangi vegna skipulags á Blikastaðalandi.