Mál númer 202405291
- 5. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #852
Borist hefur erindi frá Orkuveitunni, dags. 16.05.2024, með ósk um framkvæmdaleyfi og heimild fyrir lagningu loftlínu, Óskotslínunu, í jörðu í landi Mosfellsbæjar Óskotsvegi 1 L191851.
Afgreiðsla 612. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 852. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #612
Borist hefur erindi frá Orkuveitunni, dags. 16.05.2024, með ósk um framkvæmdaleyfi og heimild fyrir lagningu loftlínu, Óskotslínunu, í jörðu í landi Mosfellsbæjar Óskotsvegi 1 L191851.
Lagning Óskotslínu í jörðu má ekki hafa áhrif á vegstæði Óskotsvegar sem aðkomu frístundahúsa og landareigna á svæðinu. Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að rýna gögn og vegstæði sérstaklega. Með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu rýni samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gangi staðsetning Óskotslínu í jörðu upp skal samningum um kvöð vísað til bæjarráðs.