Mál númer 202405283
- 5. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #852
Borist hefur erindi frá Karli Arnarssyni, dags. 18.05.2024, með ósk um deiliskipulagsgerð fyrir landið L193876 við Dalsgarð í Mosfellsdal. Hjálögð skýringarmynd sýnir uppskiptingu lands í sex íbúðarhúsalóðir um 1 ha hver, í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Aðkoma er frá Æsustaðavegi.
Afgreiðsla 612. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 852. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #612
Borist hefur erindi frá Karli Arnarssyni, dags. 18.05.2024, með ósk um deiliskipulagsgerð fyrir landið L193876 við Dalsgarð í Mosfellsdal. Hjálögð skýringarmynd sýnir uppskiptingu lands í sex íbúðarhúsalóðir um 1 ha hver, í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Aðkoma er frá Æsustaðavegi.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að heimila umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að vinna tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Skipulagsnefnd áréttar jafnframt að uppbygging innviða á einkalandi er á höndum landeigenda.