30. janúar 2008 kl. 16:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Stjorn SHH fundargerð 315. fundar200801092
Til máls tóku: HS, MM, JS og HSv.%0DFundargerð 315. fundar SHH lögð fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
2. Strætó bs fundargerð 98. fundar200801155
Til máls tóku: JS, HP og HS.%0DFundargerð 98. Strætó bs. lögð fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
3. Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fundargerð 281. fundar200801179
Til máls tóku: HSv, MM, HBA, HS og HP.%0DFundargerð 281. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
4. Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fundargerð 282. fundar200801180
Fundargerð 282. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
5. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. fundargerð 70. stjórnarfundar200801211
Fundargerð 70. fundar SHS lögð fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
7. Launanefnd sveitarfélaga fundargerð 224.fundar200801262
Fundargerð 224. fundar Launanefndar sveitarfélaga lögð fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
8. Samband ísl.sveitarfélaga fundargerð 750.fundar200801279
Fundargerð 750. fundar Stjórnar sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
9. Sorpa bs fundargerð 245. fundar200801285
Til máls tók: HS.%0DFundargerð 245. fundar Sorpu bs. lögð fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
10. Sorpa bs fundargerð 246. fundar200801286
Til máls tóku: HS og MM.%0DFundargerð 246. fundar Sorpu bs. lögð fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
11. Kosning í nefndir200801380
Kosning í fræðslunefnd.%0DTillaga um Karl Tómasson sem aðalmann í fræðslunefnd og Bryndísi Brynjarsdóttur sem varamann.%0DJafnframt er lagt til að Gylfi Dalmann Aðalsteinsson verði varaformaður nefndarinnar.%0DTillagan samþykkt samhljóða.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
12. Þriggja ára áætlun 2009-2011. Síðari umræða.200712041
Forseti gaf bæjarstjóra orðið undir þessum lið og lagði bæjarstjóri fram greinargerð sína þar sem sagði að þriggja ára áætlunin væri hér lögð fram óbreytt frá fyrri umræðu.%0DBæjarstjóri þakkaði að lokum öllu samstarfsfólki sem komið hefði að gerð áætlunarinnar fyrir þeirra störf.%0DForseti tók undir þakkir til starfsmanna fyrir aðkomu þeirra að gerð þessarar þriggja ára áætlunar og sama gerðu þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku.%0D%0DTil máls tóku: HSv, JS, HS, MM og HP.%0D%0DRekstrarniðurstaða A- og B hluta í 3ja ára áætlun áranna 2009-2011:%0D2009: 288 m.kr.%0D2010: 511 m.kr.%0D2011: 276 m.kr.%0D%0DEigið fé:%0D2009: 3.709 m.kr.%0D2010: 4.220 m.kr.%0D2011: 4.496 m.kr.%0D%0DBókun Samfylkingar við afgreiðslu þriggja ára áætlunar.%0D%0DSamkvæmt sveitarstjórnarlögum skal semja og fjalla um þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins. Í fyrirliggjandi þriggja ára áætlun sem tekur til áranna 2009 til 2011 er gert ráð fyrir mikilli aukningu íbúða og þar með íbúa á þessu tímabili og gífurlegri fjárfestingu sveitarfélagsins því samfara. Efast má um réttmæti svo hraðrar íbúafjölgunar í sveitarfélaginu bæði hvað varðar þá erfiðleika sem það hefur í för með sér á ýmsum sviðum í þjónustu og framkvæmdum svo og þess að hafa verður í huga það umhverfi sem íbúar bæjarins hafa kosið sér að búa í. Við skoðun talna um fjölgun íbúa og áætlaðar framkvæmdir í skóla- og íþróttamannvirkjum er ekki hægt annað en að óttast að framkvæmdir þessar fylgi ekki íbúaþróuninni nægjanlega vel sem hefur það í för með sér að bráðabirgða- og skyndilausnir verði ráðandi til nokkuð langs tíma. %0DÍ þriggja ára áætluninni er ekki reynt að móta stefnu um breyttar áherslur í einstökum málaflokkum frá árinu í ár svo sem hvað varðar aukið þjónustustig, gjaldskrár eða auknar áherslur í starfi stofnana bæjarins. Í þessu sambandi má nefna þróun fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis og stefnumörkun bæjarfélagsins í því sambandi. %0DBæjarfulltrúar Samfylkingar fagna samþykkt bæjarráðs um lækkun álagningarstofna fasteignagjalda þó ekki hafi verið að fullu komið til móts við tillögu S-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 um lækkun álagningarstofns fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis. Á undanförnum árum hafa fulltrúar Samfylkingar ítrekað lagt fram tillögur í þessum efnum við gerð fjárhagsáætlunar en þær ávallt felldar af meirihlutanum. Meirihlutinn hefur þó að hluta til séð að sér og flutt í kjölfar tillagna okkar tillögu um lækkun gjaldanna þó heldur skammt hafi verið gengið að okkar mati. Sú gífurlega hækkun sem orðið hefur á fasteignamati hefur haft í för með sér gríðarlega hækkun fasteignagjalda á umliðnum árum og er slík sjáfvirk hækkun á íbúðaeigendur ekki réttmæt að okkar mati og því nauðsynlegt að móta stefnu bæjarfélagsins til lengri tíma í því sambandi. %0DAð okkar mati er því ástæða til breyttra vinnubragða og nýta þriggja ára áætlun bæjarins til slíkrar stefnumörkunar.%0D %0DJónas Sigurðsson%0DHanna Bjartmars.%0D%0D%0DBókun fulltrúa B-lista vegna þriggja ára áætlunar.%0D%0DÞriggja ára áætlun Mosfellsbæjar er markmiðssetning meirihlutans um rekstur fjármál og framkvæmdir bæjarfélagsins fyrir árin 2009 -2011.%0DUndanfarin ár hafa verið afar hagstæð fyrir rekstur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ber áætlunin þess merki. %0DEin helsta forsenda áætlunarinnar er spá varðandi fólksfjölgun í Mosfellsbæ. Áætlunin sýnir ágætlega fjölgun og aldursdreifingu þó hún sé sennilega í varlegri kantinum. Gert er ráð fyrir að fjölgun íbúa á tímabilinu 2008 til 2011 verði um 2.947 talsins. %0DÞetta er ein mesta íbúafjölgun í sögu bæjarfélagsins og kallar slík gífurleg fjölgun á að uppbygging þjónustumannvirkja fylgi eftir svo og önnur þjónusta við bæjarbúa. Út frá spá um fjölgun er m.a. gerð áætlun um uppbyggingu skólamannvirkja. B-listinn hefur gagnrýnt hversu seint sú uppbygging kemur til framkvæmda. B-listinn hvetur meirihlutann til að sýna meiri metnað á komandi árum þannig að skólar verði tilbúnir þegar íbúar flytja í nýbyggð hverfi en leysa ekki málin endurtekið með færanlegum kennslustofum. %0DÁnægjulegt er að sjá tekna frá fjármuni til uppbyggingu framhaldsskóla og 20 rýma hjúkrunarheimilis en hinsvegar er ákaflega dapurlegt að ekki skuli vera áætlaðir fjármunir til húsnæðis fyrir félagsstarf aldraðra þrátt fyrir að bent hafi verið á nauðsyn þess. Óviðunandi er að hvorki félagsaðstaðan né heildaruppbygging húsnæðisins séu inni í þriggja ára áætluninni.%0DEinnig er ámælisvert að ekki skuli vera gert ráð fyrir frekari fjármunum til viðhalds og framkvæmda á íþróttasvæðinu að Varmá og sýnir það metnaðarleysi meirihlutans, varðandi íþróttasvæðið.%0DEnn eitt árið stöndum við frammi fyrir því að gert er ráð fyrir áframhaldandi skuldasöfnun vegna reksturs Hlégarðs. Þar ræður skortur á framtíðarsýn meirihlutans á tilgangi og notkunarmöguleikum á þessu merka félagsheimili okkar Mosfellinga, en fyrir nokkrum árum var unnið að tillögum að framtíð þess og svæðinu í kring. %0DMikilvægt er að Mosfellsbær sýni sögu sinni og menningu sóma t.d. með því að byggja við Hlégarð og gera hann að menningarhúsi bæjarins.%0D %0DMarteinn Magnússon%0D%0D%0DBókun bæjarfulltrúa D- og V lista.%0D%0DÞriggja ára áætlun bæjarsjóðs Mosfellsbæjar og stofnana hans er markmiðssetning um rekstur, framkvæmdir og fjármál bæjarfélagsins í náinni framtíð%0Dsem byggir á spá um fjölgun og aldursdreifingu íbúa. En samhliða sýnir þriggja ára áætlunin traustan rekstur bæjarsjóðs og aukna þjónustu við bæjarbúa.%0D%0DSamtals er gert ráð fyrir að fjárfesting Mosfellsbæjar nemi um 4.000 mkr. á árunum 2009 – 2011, sem eru sennilega þær mestu sem sveitarfélagið hefur nokkru sinni ráðist í. Þar ber hæst fjárfesting í skólamannvirkum og einnig uppbyggingu í íþróttamálum, menningarmálum og hjúkrunarheimili. Gert er ráð fyrir byggingu þriggja skóla á þessu tímabili. Skóla fyrir eins til níu ára börn í Krikahverfi og Leirvogstungu og venjubundnum grunnskóla ásamt leikskóla í Helgafellshverfi. Áfram er gert ráð fyrir uppbyggingu í skólamálum á Vestursvæði og byggingu félagsaðstöðu fyrir ungt fólk, ásamt viðhalds- og stækkunarverkefnum við Varmárskóla. Framhaldsskóli verður að veruleika í Mosfellsbæ á þessum árum og gert er ráð fyrir framlagi Mosfellsbæjar í það verkefni. Samtals er áætlað að fjárframlag Mosfellsbæjar til uppbyggingar í skólamálum á árunum 2009 – 2011 nemi um 2.800 mkr. %0D%0DÁætlunin gerir ráð fyrir að byggð verði þjónustubygging við Íþróttamiðstöðina að Varmá með félags- og búningsaðstöðu. Jafnframt er gert ráð fyrir viðhalds- og endurbótaverkefnum að Varmá inn í venjubundnum rekstri sem og þátttöku í byggingu reiðhallar á Varmárbökkum. Gert er ráð fyrir áframhaldandi stuðningi við uppbyggingu 18 holu golfvallar á Vestursvæði ásamt byggingu golfskála. Framlög eru til hönnunar og framkvæmda við ævintýra- og útivistargarð í Hvömmum. Gert er ráð fyrir 365 mkr. í byggingu menningarhúss í tengslum við byggingu kirkju í miðbænum ásamt því að Hlégarði og Brúarlandi verði skipaður verðugur sess í menningaruppbyggingu sveitarfélagins eins og fram kemur þessari þriggja ára áætlun og í málefnasamningi meirihlutans. %0D%0DAð lokum gerir áætlunin ráð fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimilis og þjónustumiðstöðvar í tengslum við það, sem og félagsaðstöðu fyrir eldri borgara. Fullyrðingar bæjarfulltrúa B-listans um annað eru útúrsnúningur. %0D%0DHvað varðar aðra þætti sem koma fram í bókunum minnihlutans um þessa þriggja ára áætlun skal það tekið fram að með þeirri miklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er í skólamannvirkjum er mörkuð sú stefna að skólahúsnæði í fullbúinni mynd verði tilbúið fyrr en áður hefur verið raunin í sveitarfélaginu og þ.m.t. árin sem sá minnihluti sem hér bókar var í meirihluta í bæjarstjórn. Það er leitt að minnihlutinn reyni sífellt að telja íbúum sveitarfélagsins bæði núverandi og þeim sem eru að flytja í sveitarfélagið trú um að gjaldtaka í sveitarfélaginu sé há. Allir sem það vilja vita þekkja að mörkuð hefur verið sú stefna hér í sveitarfélagninu á undanförnum árum, eftir að tókst að koma fjármálum þess í lag, að hér sé gjaldtöku stillt í hóf. Má þar nefna að fasteignagjöld eru með því lægsta sem gerist hjá sveitarfélögum og hér eru leikskólagjöld lág og er Mosfellsbær eitt fárra sveitarfélaga sem býður upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir fimm ára börn.%0D%0DBæjarfulltrúa D- og V lista%0D%0DBæjarfulltrúi B lista lætur bóka vegna framkominnar bókunar meirihlutans um bókun minnihlutans, að hver sé sannleikanum sárreiðastur.%0D%0DAð lokinni almennri umræðu um þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2008-2010 var áætlunin borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum.%0D
Fundargerðir til staðfestingar
13. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 864200801010F
Fundargerð 864. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
13.1. Erindi Alþingis varðandi frumvörp um grunnskóla og leikskóla 200712094
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 864. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
13.2. Erindi Alþingis varðandi frumvörp um framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda 200712095
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 864. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
13.3. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi reiðleið að Hafravatni 200712076
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 864. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
13.4. Erindi Vodafone varðandi fjarskiptastöð á Úlfarsfelli 200712089
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 864. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
13.5. Desjamýri, úthlutun lóða 200710035
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 864. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.%0DMarteinn Magnússon situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
13.6. Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til félaga og félagasamtaka 200712053
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 864. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
13.7. Erindi Golfklúbbsins Bakkakots varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 200801091
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 864. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
13.8. Reglur um heilsuræktarstyrki 200801117
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 864. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
13.9. Minnisblað bæjarstjóra varðandi fasteignagjöld í Mosfellsbæ 200801126
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 864. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
13.10. Erindi SÍBS varðandi beiðni um styrk til kaupa á tækjabúnaði 200801064
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 864. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
14. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 865200801020F
Fundargerð 865. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
14.1. Aðstaða fyrir MOTOMOS 200605117
Áður á dagskrá 818. fundar bæjarráðs, þar sem bæjarstjórar og bæjarverkfræðingi var falið að vinna áfram að málinu. Hér eru lögð fyrir drög til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 865. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
14.2. Drög að innkaupareglum fyrir sveitarfélög 200711010
Áður á dagskrá 852. fundar bæjarráðs þar sem bæjarritara var falið að vinna áfram að reglunum. Hér eru lögð fram drög bæjarritara, bæjarverkfræðings, fjármálastjóra og deildarstjóra tæknideildar til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Drögin lögð fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
14.3. Erindi Aftureldingar varðandi gistingu fyrir þátttakendur Gogga galvaska 200711166
Áður á dagskrá 861. fundar bæjarráðs þar sem umsagnar íþróttafulltrúa var óskað. Umsögn hans fylgir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 865. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
14.4. Erindi UMFA varðandi Norðurlandamót unglinga U19 í blaki 200712037
Áður á dagskrá 858. fundar bæjarráðs þar sem umsagnar íþróttafulltrúa var óskað. Umsögn hans fylgir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 865. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
14.5. Erindi Sorpa bs dags. 17. desember 2007 200801024
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 865. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
14.6. Krikaskóli - hönnun 200801173
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 865. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
14.7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um samgönguáætlun 200801244
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 865. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
14.8. Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi kjaraviðræður við KÍ 200801250
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 865. fundar bæjarráðs, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 103200801018F
Fundargerð 103. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
15.1. Styrkir til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ 200710155
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
15.2. Erindi Kvennaathvarfsins varðandi umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2008 200710123
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 103. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.3. Erindi Kvennaráðgjafarinnar varðandi beiðni um styrk 200710222
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 103. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.4. Beiðni Klúbbsins Geysis um framlag 200711004
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 103. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.5. Erindi Stígamóta varðandi fjárbeiðni fyrir árið 2008 200711225
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 103. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.6. Umsókn Blátt áfram um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu 200711227
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 103. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.7. Erindi Barnaheillar varðandi umsókn um styrk til verkefnisins Stöðvum Barnaklám á netinu 200711294
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 103. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.8. Umsókn um styrk til verkefnisins "Fjölskyldudagar í félagsíbúðum aldraðra Hlaðhömrum" 200712016
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 103. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.9. Framkæmdaáætlun á sviði barnaverndar 200712065
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 103. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.10. Erindi Umboðsmanns barna varðandi skólagöngu barna sem eru í fóstri og vistun barna og unglinga vegna kynferðis- og annar konars ofbeldis 200801130
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 103. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
16. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 126200801008F
Fundargerð 126. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
16.1. Skýrsla um sumarstarf ÍTÓM 200711265
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
16.2. Kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2007 200801144
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: HSv, HP, KT, HBA og JS.%0DLagt fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
17. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 219200801017F
Fundargerð 219. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
17.1. Reykjamelur 19, umsókn um byggingarleyfi fyrir garðáhaldahús 200609178
Framhald umfjöllunar á 217. fundi
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
17.2. Hraðastaðavegur 5 umsókn um byggingarleyfi v/landbúnaðarbyggingu 200712024
Hlynur Þórisson f.h. Gands ehf sækir þann 4. desember um byggingarleyfi fyrir landbúnaðarbyggingu að Hraðastaðavegi 5.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
17.3. Brúnás 10, umsókn um byggingarleyfi 200710121
Davíð Þór Valdimarsson sækir um leyfi til að byggja einbýlishús að Brúnási 10 skv. meðf. teikningum 11 máva arkitektastofu, breyttum 6. janúar 2008. Í umsókninni felst að óskað er eftir samþykki fyrir aukaíbúð í húsinu. Fyrri umsókn var hafnað á 217. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
17.4. Tunguvegur, breyting á aðalskipulagi 2007 200706042
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi, sem felur í sér lítillega breytta legu Tunguvegar og færslu á reiðleið vestan Leirvogstungu vestur fyrir veginn. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla.%0DAth: Vegna umfangs umhverfisskýrslu er hún eingöngu send aðalmönnum í nefndinni, en hún er einnig aðgengileg á fundargáttinni.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, HSv, HS, HP, HBA og MM.%0DAfgreiðsla 219. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
17.5. Tengivegur frá Skeiðholti að Leirvogstungu, deiliskipulag 200603020
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að deiliskipulagi Skeiðholts og Tunguvegar norður að Köldukvísl. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla.%0DAth: Vegna umfangs umhverfisskýrslu er hún eingöngu send aðalmönnum í nefndinni, en hún er einnig aðgengileg á fundargáttinni.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, HSv, HS, HP, HBA og MM.%0DAfgreiðsla 219. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
17.6. Aðalskipulag, breyting vegna Leirvogstungu 200801207
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi, sem felst í stækkun íbúðarsvæðis í átt að Vesturlandsvegi, til aðlögunar að breyttu veghelgunarsvæði.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 483. fundi bæjarstjórnar.
17.7. Leirvogstunga, umsókn um breytingu á deiliskipulagi 200801206
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu. Meginbreytingin felst í stækkun skipulagssvæðis í átt að Vesturlandsvegi og fjölgun lóða, en einnig er um að ræða ýmsar minni breytingar innan gildandi skipulags
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 483. fundi bæjarstjórnar.
17.8. Tungumelar, umsókn um breytingu á deiliskipulagi 200801192
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnahverfis á Tungumelum, unnin af OG arkitektastofu fyrir Ístak hf. Breytingin felst í aðlögun lóðarmarka að breyttu veghelgunarsvæði Vesturlandsvegar.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað á 483. fundi bæjarstjórnar.
17.9. Helgafell 2, ósk um breytingu á aðalskipulagi 200801074
Marta Hauksdóttir og Níels Hauksson eigendur Helgafells 2 óska þann 7. janúar 2008 eftir þeirri breytingu á aðalskipulagi að byggðarfleki Helgafellshverfis stækki til austurs, að Skammadalsvegi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað á 483. fundi bæjarstjórnar.
17.10. Helgafellsland 4. áfangi, umsókn um framkvæmdaleyfi 200801146
Hannes Sigurgeirsson f.h. Helgafellsbygginga ehf. sækir þann 15. janúar 2008 um framkvæmdaleyfi fyrir uppúrtekt úr götustæðum í 4. áfanga Helgafellshverfis skv. meðf. gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað á 483. fundi bæjarstjórnar.
17.11. Hellisheiðaræð, umsókn OR um framkvæmdaleyfi 200801170
Anna Nielsen sækir þann 16. janúar 2008 f.h. Orkuveitu Reykjavíkur um framkvæmdaleyfi fyrir Hellisheiðaræð frá Hellisheiðarvirkjun að miðlunargeymum OR á Reynisvatnsheiði skv. meðf. gögnum. Lögnin er á 7,3 km kafla í landi Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað á 483. fundi bæjarstjórnar.
17.12. Tungumelar, umsókn um lagersvæði í námugryfju. 200801196
Ásgeir Loftsson f.h. Ístaks hf. óskar þann 17. janúar 2008 eftir heimild til að nýta hluta af námu á Tungumelum sem lagersvæði fyrir búnað og tæki skv. meðf. uppdrætti.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað á 483. fundi bæjarstjórnar.
17.13. Brúarfljót 2, umsókn um efnisnám á lóð. 200801195
Ásgeir Loftsson f.h. Ístaks hf. óskar þann 17. janúar 2008 eftir heimild til að vinna efni úr klöpp niður í 5 - 6 m dýpt á lóðinni Brúarfljót 2.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað á 483. fundi bæjarstjórnar.
17.14. Beiðni um endurskipulagningu á Sunnufelli við Brúnás 200801106
Axel Ketilsson óskar þann 11. janúar 2008 eftir því að lóðin verði endurskipulögð þannig að henni verði skipt upp og gert ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum á henni, skv. meðf. tillögu Vilhjálms Hjálmarssonar arkitekts.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað á 483. fundi bæjarstjórnar.
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 147200801014F
Fundargerð 147. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
19. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 94200801009F
Fundargerð 94. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
19.1. Erindi Varmársamtakanna um hverfisverndarsvæði í Helgafellslandi 200709142
Drög að svari til samtakanna verður lagt fyrir á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 94. fundar umhverfisnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
19.2. Ónæði af sílamáf 200801070
Erindi Gylfa Guðjónssonar vegna ónæðis af sílamáfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
19.3. Hundaeftirlit í Mosfellsbæ 200801071
Þorsteinn Sigvaldason kemur á fundinn á gerir grein fyrir nýju fyrirkomulagi á hundaeftirliti í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, HSv og HS.%0DLagt fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
19.4. Sorphirða í Mosfellsbæ 2007 200801081
Þorsteinn Sigvaldason kemur á fundinn og gerir grein fyrir sorphirðu árið 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, HSv og HS.%0DLagt fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
20. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 220200801022F
Fundargerð 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
20.1. Aðalskipulag, breyting vegna Leirvogstungu 200801207
Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi, sem felst í stækkun íbúðarsvæðis í átt að Vesturlandsvegi, til aðlögunar að breyttu veghelgunarsvæði. Áður kynnt á 219. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað á 483. fundi bæjarstjórnar.
20.2. Leirvogstunga, umsókn um breytingar á deiliskipulagi 200801206
Tekin fyrir tillaga að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu. Meginbreytingin felst í stækkun skipulagssvæðis í átt að Vesturlandsvegi og fjölgun lóða, en einnig er um að ræða ýmsar minni breytingar innan gildandi skipulags. Áður kynnt á 219. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað á 483. fundi bæjarstjórnar.
20.3. Tungumelar, umsókn um breytingu á deiliskipulagi 200801192
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnahverfis á Tungumelum, unnin af OG arkitektastofu fyrir Ístak hf. Breytingin felst í aðlögun lóðarmarka að breyttu veghelgunarsvæði Vesturlandsvegar. Frestað á 219. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
20.4. Helgafell 2, ósk um breytingu á aðalskipulagi 200801074
Marta Hauksdóttir og Níels Hauksson eigendur Helgafells 2 óska þann 7. janúar 2008 eftir þeirri breytingu á aðalskipulagi að byggðarfleki Helgafellshverfis stækki til austurs, að Skammadalsvegi. Frestað á 219. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
20.5. Helgafellsland 4. áfangi, umsókn um framkvæmdaleyfi 200801146
Hannes Sigurgeirsson f.h. Helgafellsbygginga ehf. sækir þann 15. janúar 2008 um framkvæmdaleyfi fyrir uppúrtekt úr götustæðum í 4. áfanga Helgafellshverfis skv. meðf. gögnum. Frestað á 219. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
20.6. Hellisheiðaræð, umsókn OR um framkvæmdaleyfi 200801170
Anna Nielsen sækir þann 16. janúar 2008 f.h. Orkuveitu Reykjavíkur um framkvæmdaleyfi fyrir Hellisheiðaræð frá Hellisheiðarvirkjun að miðlunargeymum OR á Reynisvatnsheiði skv. meðf. gögnum. Lögnin er á 7,3 km kafla í landi Mosfellsbæjar. Frestað á 219. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
20.7. Tungumelar, umsókn um lagersvæði í námugryfju. 200801196
Ásgeir Loftsson f.h. Ístaks hf. óskar þann 17. janúar 2008 eftir heimild til að nýta hluta af námu á Tungumelum sem lagersvæði fyrir búnað og tæki skv. meðf. uppdrætti. Frestað á 219. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
20.8. Brúarfljót 2, umsókn um efnisnám á lóð. 200801195
Ásgeir Loftsson f.h. Ístaks hf. óskar þann 17. janúar 2008 eftir heimild til að vinna efni úr klöpp niður í 5 - 6 m dýpt á lóðinni Brúarfljót 2. Frestað á 219. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
20.9. Beiðni um endurskipulagningu á Sunnufelli við Brúnás 200801106
Axel Ketilsson óskar þann 11. janúar 2008 eftir því að lóðin verði endurskipulögð þannig að henni verði skipt upp og gert ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum á henni, skv. meðf. tillögu Vilhjálms Hjálmarssonar arkitekts. Frestað á 219. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
20.10. Kópavogur, Vatnsendahlíð - breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 200710041
Umhverfisráðuneytið óskar þann 21. janúar eftir áliti Mosfellsbæjar á meðf. erindi Skipulagsstofnunar, þar sem stofnunin leggst gegn því að ráðuneytið staðfesti breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi Vatnsendahlíð, Kópavogi, skv. 2. mgr. 14. gr. s/b-laga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
20.11. Erindi Vodafone varðandi fjarskiptastöð á Úlfarsfelli 200712089
Erindi Og fjarskipta dags. 13. desember 2007, þar sem óskað er eftir um 1.000 fm lóð uppi á Úlfarsfelli fyrir fjarskiptahús og 32 hátt mastur skv. meðf. teikningum. Vísað til umsagnar af Bæjarráði 17. janúar 2008.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
20.12. Vesturlandsvegur, vegamót við Leirvogstungu 200801015
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. janúar 2008, þar sem stofnunin tilkynnir þá niðurstöðu að áformaðar breytingar á Vesturlandsvegi og bygging mislægra gatnamóta við Leirvogstungu séu háðar mati á umhverfisáhrifum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 483. fundi bæjarstjórnar.
20.13. Litlikriki 1, byggingarleyfi 200609138
Einar Waldorff f.h. Atafls hf. óskar þann 24. janúar 2008 eftir heimild til að fjölga íbúðum í Litlakrika 1 úr 20 í 24 og að hver hæð verði á einu plani í stað þess að húsið sé stallað. Sjá meðf. uppdrætti.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
20.14. Fyrirspurn vegna göngustíga og veitulagna 200801251
Sigrún Pálsdóttir f.h. Varmársamtakanna spyrst þann 16. janúar 2008 fyrir um framkvæmdir við veitulögn sem þverar Varmá við Álanes og um gerð göngustíga meðfram Varmá. Fyrirspurnin er stíluð á bæjarverkfræðing, skipulagsfulltrúa, s/b-nefnd og umhverfisnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
20.15. Erindi Varmársamtakanna um hverfisverndarsvæði í Helgafellslandi 200709142
Berglind Bjórgúlfsdóttir f.h. Varmársamtakanna spyrst þann 13. janúar 2008 fyrir um breytingar á hverfisvernd í tengslum við breytingar á aðalskipulagi og einstök deiliskipulagsmál. Fyrirspurnin er stíluð á bæjarstjórn, bæjarráð, s/b-nefnd og umhverfisnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 483. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.