Mál númer 200712041
- 30. janúar 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #483
Forseti gaf bæjarstjóra orðið undir þessum lið og lagði bæjarstjóri fram greinargerð sína þar sem sagði að þriggja ára áætlunin væri hér lögð fram óbreytt frá fyrri umræðu.%0DBæjarstjóri þakkaði að lokum öllu samstarfsfólki sem komið hefði að gerð áætlunarinnar fyrir þeirra störf.%0DForseti tók undir þakkir til starfsmanna fyrir aðkomu þeirra að gerð þessarar þriggja ára áætlunar og sama gerðu þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku.%0D%0DTil máls tóku: HSv, JS, HS, MM og HP.%0D%0DRekstrarniðurstaða A- og B hluta í 3ja ára áætlun áranna 2009-2011:%0D2009: 288 m.kr.%0D2010: 511 m.kr.%0D2011: 276 m.kr.%0D%0DEigið fé:%0D2009: 3.709 m.kr.%0D2010: 4.220 m.kr.%0D2011: 4.496 m.kr.%0D%0DBókun Samfylkingar við afgreiðslu þriggja ára áætlunar.%0D%0DSamkvæmt sveitarstjórnarlögum skal semja og fjalla um þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins. Í fyrirliggjandi þriggja ára áætlun sem tekur til áranna 2009 til 2011 er gert ráð fyrir mikilli aukningu íbúða og þar með íbúa á þessu tímabili og gífurlegri fjárfestingu sveitarfélagsins því samfara. Efast má um réttmæti svo hraðrar íbúafjölgunar í sveitarfélaginu bæði hvað varðar þá erfiðleika sem það hefur í för með sér á ýmsum sviðum í þjónustu og framkvæmdum svo og þess að hafa verður í huga það umhverfi sem íbúar bæjarins hafa kosið sér að búa í. Við skoðun talna um fjölgun íbúa og áætlaðar framkvæmdir í skóla- og íþróttamannvirkjum er ekki hægt annað en að óttast að framkvæmdir þessar fylgi ekki íbúaþróuninni nægjanlega vel sem hefur það í för með sér að bráðabirgða- og skyndilausnir verði ráðandi til nokkuð langs tíma. %0DÍ þriggja ára áætluninni er ekki reynt að móta stefnu um breyttar áherslur í einstökum málaflokkum frá árinu í ár svo sem hvað varðar aukið þjónustustig, gjaldskrár eða auknar áherslur í starfi stofnana bæjarins. Í þessu sambandi má nefna þróun fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis og stefnumörkun bæjarfélagsins í því sambandi. %0DBæjarfulltrúar Samfylkingar fagna samþykkt bæjarráðs um lækkun álagningarstofna fasteignagjalda þó ekki hafi verið að fullu komið til móts við tillögu S-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 um lækkun álagningarstofns fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis. Á undanförnum árum hafa fulltrúar Samfylkingar ítrekað lagt fram tillögur í þessum efnum við gerð fjárhagsáætlunar en þær ávallt felldar af meirihlutanum. Meirihlutinn hefur þó að hluta til séð að sér og flutt í kjölfar tillagna okkar tillögu um lækkun gjaldanna þó heldur skammt hafi verið gengið að okkar mati. Sú gífurlega hækkun sem orðið hefur á fasteignamati hefur haft í för með sér gríðarlega hækkun fasteignagjalda á umliðnum árum og er slík sjáfvirk hækkun á íbúðaeigendur ekki réttmæt að okkar mati og því nauðsynlegt að móta stefnu bæjarfélagsins til lengri tíma í því sambandi. %0DAð okkar mati er því ástæða til breyttra vinnubragða og nýta þriggja ára áætlun bæjarins til slíkrar stefnumörkunar.%0D %0DJónas Sigurðsson%0DHanna Bjartmars.%0D%0D%0DBókun fulltrúa B-lista vegna þriggja ára áætlunar.%0D%0DÞriggja ára áætlun Mosfellsbæjar er markmiðssetning meirihlutans um rekstur fjármál og framkvæmdir bæjarfélagsins fyrir árin 2009 -2011.%0DUndanfarin ár hafa verið afar hagstæð fyrir rekstur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ber áætlunin þess merki. %0DEin helsta forsenda áætlunarinnar er spá varðandi fólksfjölgun í Mosfellsbæ. Áætlunin sýnir ágætlega fjölgun og aldursdreifingu þó hún sé sennilega í varlegri kantinum. Gert er ráð fyrir að fjölgun íbúa á tímabilinu 2008 til 2011 verði um 2.947 talsins. %0DÞetta er ein mesta íbúafjölgun í sögu bæjarfélagsins og kallar slík gífurleg fjölgun á að uppbygging þjónustumannvirkja fylgi eftir svo og önnur þjónusta við bæjarbúa. Út frá spá um fjölgun er m.a. gerð áætlun um uppbyggingu skólamannvirkja. B-listinn hefur gagnrýnt hversu seint sú uppbygging kemur til framkvæmda. B-listinn hvetur meirihlutann til að sýna meiri metnað á komandi árum þannig að skólar verði tilbúnir þegar íbúar flytja í nýbyggð hverfi en leysa ekki málin endurtekið með færanlegum kennslustofum. %0DÁnægjulegt er að sjá tekna frá fjármuni til uppbyggingu framhaldsskóla og 20 rýma hjúkrunarheimilis en hinsvegar er ákaflega dapurlegt að ekki skuli vera áætlaðir fjármunir til húsnæðis fyrir félagsstarf aldraðra þrátt fyrir að bent hafi verið á nauðsyn þess. Óviðunandi er að hvorki félagsaðstaðan né heildaruppbygging húsnæðisins séu inni í þriggja ára áætluninni.%0DEinnig er ámælisvert að ekki skuli vera gert ráð fyrir frekari fjármunum til viðhalds og framkvæmda á íþróttasvæðinu að Varmá og sýnir það metnaðarleysi meirihlutans, varðandi íþróttasvæðið.%0DEnn eitt árið stöndum við frammi fyrir því að gert er ráð fyrir áframhaldandi skuldasöfnun vegna reksturs Hlégarðs. Þar ræður skortur á framtíðarsýn meirihlutans á tilgangi og notkunarmöguleikum á þessu merka félagsheimili okkar Mosfellinga, en fyrir nokkrum árum var unnið að tillögum að framtíð þess og svæðinu í kring. %0DMikilvægt er að Mosfellsbær sýni sögu sinni og menningu sóma t.d. með því að byggja við Hlégarð og gera hann að menningarhúsi bæjarins.%0D %0DMarteinn Magnússon%0D%0D%0DBókun bæjarfulltrúa D- og V lista.%0D%0DÞriggja ára áætlun bæjarsjóðs Mosfellsbæjar og stofnana hans er markmiðssetning um rekstur, framkvæmdir og fjármál bæjarfélagsins í náinni framtíð%0Dsem byggir á spá um fjölgun og aldursdreifingu íbúa. En samhliða sýnir þriggja ára áætlunin traustan rekstur bæjarsjóðs og aukna þjónustu við bæjarbúa.%0D%0DSamtals er gert ráð fyrir að fjárfesting Mosfellsbæjar nemi um 4.000 mkr. á árunum 2009 – 2011, sem eru sennilega þær mestu sem sveitarfélagið hefur nokkru sinni ráðist í. Þar ber hæst fjárfesting í skólamannvirkum og einnig uppbyggingu í íþróttamálum, menningarmálum og hjúkrunarheimili. Gert er ráð fyrir byggingu þriggja skóla á þessu tímabili. Skóla fyrir eins til níu ára börn í Krikahverfi og Leirvogstungu og venjubundnum grunnskóla ásamt leikskóla í Helgafellshverfi. Áfram er gert ráð fyrir uppbyggingu í skólamálum á Vestursvæði og byggingu félagsaðstöðu fyrir ungt fólk, ásamt viðhalds- og stækkunarverkefnum við Varmárskóla. Framhaldsskóli verður að veruleika í Mosfellsbæ á þessum árum og gert er ráð fyrir framlagi Mosfellsbæjar í það verkefni. Samtals er áætlað að fjárframlag Mosfellsbæjar til uppbyggingar í skólamálum á árunum 2009 – 2011 nemi um 2.800 mkr. %0D%0DÁætlunin gerir ráð fyrir að byggð verði þjónustubygging við Íþróttamiðstöðina að Varmá með félags- og búningsaðstöðu. Jafnframt er gert ráð fyrir viðhalds- og endurbótaverkefnum að Varmá inn í venjubundnum rekstri sem og þátttöku í byggingu reiðhallar á Varmárbökkum. Gert er ráð fyrir áframhaldandi stuðningi við uppbyggingu 18 holu golfvallar á Vestursvæði ásamt byggingu golfskála. Framlög eru til hönnunar og framkvæmda við ævintýra- og útivistargarð í Hvömmum. Gert er ráð fyrir 365 mkr. í byggingu menningarhúss í tengslum við byggingu kirkju í miðbænum ásamt því að Hlégarði og Brúarlandi verði skipaður verðugur sess í menningaruppbyggingu sveitarfélagins eins og fram kemur þessari þriggja ára áætlun og í málefnasamningi meirihlutans. %0D%0DAð lokum gerir áætlunin ráð fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimilis og þjónustumiðstöðvar í tengslum við það, sem og félagsaðstöðu fyrir eldri borgara. Fullyrðingar bæjarfulltrúa B-listans um annað eru útúrsnúningur. %0D%0DHvað varðar aðra þætti sem koma fram í bókunum minnihlutans um þessa þriggja ára áætlun skal það tekið fram að með þeirri miklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er í skólamannvirkjum er mörkuð sú stefna að skólahúsnæði í fullbúinni mynd verði tilbúið fyrr en áður hefur verið raunin í sveitarfélaginu og þ.m.t. árin sem sá minnihluti sem hér bókar var í meirihluta í bæjarstjórn. Það er leitt að minnihlutinn reyni sífellt að telja íbúum sveitarfélagsins bæði núverandi og þeim sem eru að flytja í sveitarfélagið trú um að gjaldtaka í sveitarfélaginu sé há. Allir sem það vilja vita þekkja að mörkuð hefur verið sú stefna hér í sveitarfélagninu á undanförnum árum, eftir að tókst að koma fjármálum þess í lag, að hér sé gjaldtöku stillt í hóf. Má þar nefna að fasteignagjöld eru með því lægsta sem gerist hjá sveitarfélögum og hér eru leikskólagjöld lág og er Mosfellsbær eitt fárra sveitarfélaga sem býður upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir fimm ára börn.%0D%0DBæjarfulltrúa D- og V lista%0D%0DBæjarfulltrúi B lista lætur bóka vegna framkominnar bókunar meirihlutans um bókun minnihlutans, að hver sé sannleikanum sárreiðastur.%0D%0DAð lokinni almennri umræðu um þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2008-2010 var áætlunin borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum.%0D
- 16. janúar 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #482
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og gerði hann grein fyrir forsendum og helstu niðurstöðum þriggja ára áætlunar 2009 - 2011.%0D%0DForseti þakkaði bæjarstjóra og embættismönnum bæjarins fyrir vel unna og vel framsetta þriggja ára áætlun.%0D%0DTil máls tóku: HSv, KT, JS, BÞÞ, MM og JBH.%0D%0DSamþykkt með sjö atkvæðum að vísa áætluninni til seinni umræðu bæjarstjórnar þann 30. janúar nk.
- 16. janúar 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #482
Ath. fyrstu 7 síðurnar á pappír, en áætlunin í heild sinni liggur í fundargáttinni.
Afgreiðsla 863. fundar bæjarráðs, staðfest á 482. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 16. janúar 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #482
Ath. fyrstu 7 síðurnar á pappír, en áætlunin í heild sinni liggur í fundargáttinni.
Afgreiðsla 863. fundar bæjarráðs, staðfest á 482. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 10. janúar 2008
Bæjarráð Mosfellsbæjar #863
Ath. fyrstu 7 síðurnar á pappír, en áætlunin í heild sinni liggur í fundargáttinni.
Til máls tóku: PJL, JS, MM og HSv. %0DFjármálstjóri mætti til fundarins og gerði grein fyrir 3ja ára áætlun. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa áætluninni til 1. umræðu í bæjarstjórn.%0D%0D