Mál númer 201110099
- 19. desember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #596
Lögð fram drög að nýjum reglum um kjör á íþróttakarli og íþróttakonu ársins.$line$$line$Lagt til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar reglur.$line$$line$Framlögð drög að nýjum reglum um kjör á íþróttakarli og íþróttakomu ársins samþykktar á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 6. desember 2012
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #165
Lögð fram drög að nýjum reglum um kjör á íþróttakarli og íþróttakonu ársins.
Til máls tóku: TKr, VLF, BÞÞ, HSi og SG.
Lagt til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar reglur.
- 21. nóvember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #594
Íþróttafulltrúar á höfuðborgarsvæðinu hafa átt samráð um reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins í bæjarfélögum. Kynnt niðurstöður þess samráðs og lagt fram dæmi að reglum frá einu sveitarfélagi.
Íþróttafulltrúar á höfuðborgarsvæðinu hafa átt samráð um reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins í bæjarfélögum. Kynnt niðurstöður þess samráðs og lagt fram dæmi að reglum frá einu sveitarfélagi.$line$$line$Eftirfarandi tillaga kom fram sem viðbót við 3. grein.$line$"Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu eiga lögheimili í Mosfellsbæ eða koma úr röðum starfandi félaga í Mosfellsbæ." Jafnframt verði til 4. grein sem fjallar um aðrar viðurkenningar.$line$$line$Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn tveimur.$line$$line$Fram kom önnur tillaga að breytingu á reglunum sem hljóðar svo:$line$"Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í Mosfellsbæ eða eru íbúar í Mosfellsbæ en stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði inna bæjarins." Jafnframt verði til 4. grein sem fjallar um aðrar viðurkenningar.$line$$line$Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.$line$$line$Þá er lagt til að stefnt verði að því að bæjarbúar geti tekið þátt í kjörinu.$line$$line$$line$Til máls tóku: HP og BH.$line$$line$Bæjarstjórn lítur svo á að reglur um kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar séu í vinnslu hjá nefndinni. Tillögur um endanlegar reglur komi til samþykktar bæjarstjórnar ef lagt er til að breytingar verði gerðar á þeim.
- 15. nóvember 2012
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #164
Íþróttafulltrúar á höfuðborgarsvæðinu hafa átt samráð um reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins í bæjarfélögum. Kynnt niðurstöður þess samráðs og lagt fram dæmi að reglum frá einu sveitarfélagi.
Íþróttafulltrúar á höfuðborgarsvæðinu hafa átt samráð um reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins í bæjarfélögum. Kynnt niðurstöður þess samráðs og lagt fram dæmi að reglum frá einu sveitarfélagi.
Eftirfarandi tillaga kom fram sem viðbót við 3. grein.
"Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu eiga lögheimili í Mosfellsbæ eða koma úr röðum starfandi félaga í Mosfellsbæ." Jafnframt verði til 4. grein sem fjallar um aðrar viðurkenningar.Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn tveimur.
Fram kom önnur tillaga að breytingu á reglunum sem hljóðar svo:
"Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í Mosfellsbæ eða eru íbúar í Mosfellsbæ en stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði inna bæjarins." Jafnframt verði til 4. grein sem fjallar um aðrar viðurkenningar.Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.
Þá er lagt til að stefnt verði að því að bæjarbúar geti tekið þátt í kjörinu.
- 26. október 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #567
<DIV>Afgreiðsla 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um óbreyttar reglur um kjör á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 11. október 2011
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #155
Enn er rætt um reglur um kjör á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar. Lagt er til að reglurnar verði óbreyttar frá síðasta ári.