Mál númer 201110028
- 21. desember 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #571
Bæjarráð óskar umsagnar um skýrslu verkefnahóps 11 um íþróttamannvirki.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HSv, JS, EMa, HP og BH.</DIV><DIV>Afgreiðsla 156. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, varðandi að senda bæjarráði umsögn sína, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV>Íbúahreyfingin hefur óskað eftir bæði fyrir fjárhagsáætlun í fyrra og nú að fá tölfræði yfir barna og unglingastarf þeirra félaga sem Mosfellsbær styrkir. <BR>Lagt er til að nú þegar verði farið fram á tölfræði frá þessum félögum yfir undanfarin ár og að styrkt félög leggi fram skýrslu árlega hér eftir.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Dagskrártillaga um að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt með sex atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
- 21. desember 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #571
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar. Hjálögð er umsögn.
<DIV>Afgreiðsla 1056. fundar bæjarráðs, að gera umsögn íþrótta- og tómstundanefndar að sinni og að hún verði send SSH, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 15. desember 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1056
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar. Hjálögð er umsögn.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri umsögn íþrótta- og tómstundanefndar að umsögnin verði send SSH.
- 6. desember 2011
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #156
Bæjarráð óskar umsagnar um skýrslu verkefnahóps 11 um íþróttamannvirki.
Umsögn send bæjarráði.
Valdimar Leó Friðriksson bókar eftirfarandi: "Skýrslan staðfestir að Mosfellsbær hefur dregist afturúr í veitingu frístundastyrkja til barna- og unglinga. Frístundaávísun er 40% lægri en hjá nágrannasveitarfélögum."
- 26. október 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #567
Máli vísað frá bæjarráði sl. fimmtudag. Óskað eftir að bæta þessu máli við fundarboðið.
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 12. október 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #566
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
- 11. október 2011
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #155
Máli vísað frá bæjarráði sl. fimmtudag. Óskað eftir að bæta þessu máli við fundarboðið.
Lagt fram.
Málið rætt en frekari umfjöllun frestað, þar sem framtíðarhópur SSH hefur óskað eftir að sveitarfélög taki efnislega afstöðu til framlagðra tillagna.
- 6. október 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1047
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.