Mál númer 201412186
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 14.1.2015 um matslýsingu vegna deiliskipulags akstursíþróttasvæðis á Tungumelum, sem send var stofnuninni 18.12.2014 skv. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006.
Afgreiðsla 381. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 20. janúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #381
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 14.1.2015 um matslýsingu vegna deiliskipulags akstursíþróttasvæðis á Tungumelum, sem send var stofnuninni 18.12.2014 skv. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006.
Lagt fram.
- 17. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #640
Lögð fram tillaga að matslýsingu vegna samráðs við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur í umhverfisskýrslu með væntanlegu deiliskipulagi fyrir akstursíþróttasvæði á Tungumelum, sbr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Litið er svo á að falla megi frá gerð verkefnislýsingar fyrir deiliskipulagið þar sem allar meginforsendur þess liggja fyrir í aðalskipulagi, sbr. 40. gr. skipulagslaga.
Afgreiðsla 380. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 640. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$$line$Fulltrúa M-lista þykir brýnt að kafli 4. Umhverfis- og áhrifaþættir í matslýsingu á umhverfisáhrifum akstursíþróttasvæðis á Tungumelum verði endurunninn með það í huga að gera grein fyrir raunverulegri hljóð- og rykmengun sem íbúar hafa kvartað yfir. Eins leggur M-listi til að setningin: "Þó ber að hafa í huga að ekki er um nýja starfsemi að ræða, þar sem Motomos hefur verið með starfsemi á svæðinu undanfarin ár.? - verði felld niður. Þetta geta ekki talist rök þar sem um óleyfisframkvæmd, sem ekki hafði starfsleyfi, var og er að ræða.$line$$line$Bókun V og D lista:$line$ $line$Fulltrúar V og D lista lýsa ánægju með framkomna matslýsingu en hér er um mikilvægt skref í gerð deiliskipulags fyrir akstursíþróttabraut að Tungumelum að ræða. Sú framkvæmd fellur undir lög um umhverfismat áætlana og því verður unnin umhverfisskýrsla í tengslum við skipulagið sem tekur á öllum helstu þáttum sem tengjast umræddri framkvæmd og starfsemi. Hér er um faglegt ferli að ræða sem unnið var af utanaðkomandi ráðgjöfum og berum við fullt traust til þeirra og að teljum tryggt að hér séu um vönduð og góð vinnubrögð að ræða.$line$Fulltrúar V og D lista leggja til að umrædd bókun fulltrúa M lista verði kynnt Skipulagsstofnun svo engin vafi leiki á að þeim sé kunnugt um öll sjónarmið sem uppi kunna að vera í umræddu máli.
- 16. desember 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #380
Lögð fram tillaga að matslýsingu vegna samráðs við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur í umhverfisskýrslu með væntanlegu deiliskipulagi fyrir akstursíþróttasvæði á Tungumelum, sbr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Litið er svo á að falla megi frá gerð verkefnislýsingar fyrir deiliskipulagið þar sem allar meginforsendur þess liggja fyrir í aðalskipulagi, sbr. 40. gr. skipulagslaga.
Nefndin samþykkir matslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana fyrir Skipulagsstofnun.