18. janúar 2012 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Herdís Sigurjónsdóttir 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Þórður Björn Sigurðsson 1. varabæjarfulltrúi
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varabæjarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Ósk kom fram frá bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar um kosningu í Þróunar- og ferðamálanefnd og var samþykkt að taka á dagskrá sem síðasta dagskrárlið kosningu í nefndir.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1057201112021F
Fundargerð 1057. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 572. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Frumvarpsdrög um breytingar á lögum nr. 106/2000 send til umsagnar 201110271
Áður á dagskrá á 1050. fundi bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfisnefndar. Hjálögð er umsögnin ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, sem samþykkt var á 311. fundi skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1057. fundar bæjarráðs, að senda umsagnir um frumvarpsdrögin til umhverfisráðuneytisins, samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.2. Erindi Kristínar B Reynisdóttur varðandi götuna Lágholt 201112017
Áður á dagskrá 1055. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1057. fundar bæjarráðs, varðandi framlagningu umsagnar o.fl., samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.3. Ályktun Félags tónlistarskólakennara vegna tónlistarskóla 201112149
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið var lagt fram á 1057. fundi bæjarráðs og jafnframt sent fræðslunefnd til upplýsinga. Lagt fram á 572. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
1.4. Áætlun um úthlutun aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2011 201112209
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið var lagt fram á 1057. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 572. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
1.5. Erindi SSH varðandi eflingu almenningassamgangna á höfuðborgarsvæðinu 201112276
Sent frá SSH til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið var lagt fram á 1057. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 572. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
1.6. Erindi SSH varðandi tillögur verkefnahóps SSH ( verkefnahópur 4 ) málefni innflytjenda. 201112338
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1057. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar og fræðslunefndar til umsagnar, samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.7. Umsókn um lóð undir gagnaver í landi Mosfellsbæjar 201112371
Gunnar Ármannsson hdl. sækir um lóð undir gagnaver í landi Mosfellsbæjar, Sólheimakoti, fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HBA, ÞBS, HSv, HS og BH.</DIV><DIV>Afgreiðsla 1057. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að gera drög að samningi um úthlutun lóðar o.fl., samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1058201201001F
Fundargerð 1058. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 572. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi SSH vegna sóknaráætlunar 201108261
Áður á dagskrá 1040. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir hugmyndum þróunar- og ferðamálanefndar. Hjálagt eru hugmyndir nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1058. fundar bæjarráðs, að senda inn tvö verkefni fyrir hönd Mosfellsbæjar vegna sóknaráætlunar o.fl., samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.2. Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu 201109103
Vegna samstarfs um móttöku jarðvegs af höfuðborgarsvæðinu
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1058. fundar bæjarráðs, varðandi sameiginlegan losunarstað jarðvegsefnd o.fl., samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.3. Utanhússviðgerðir á eldri deild Varmárskóla 201109439
Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til niðurstöðu útboðs og heimildar til samningagerðar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1058. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að ganga til samningu um utanhússviðgerðir o.fl., samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.4. Styrkumsókn vegna Heilsuvinjar í Mosfellsbæ fyrir árið 2012 201110150
Áður á dagskrá 1048. fundar bæjarráðs þar sem óakað var umsagnar þróunar- og ferðamálanefndar. Umsögn nefndarinnar hjálögð.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tóku: ÞBS, HSv, BH og HS.</DIV><DIV>Afgreiðsla 1058. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að gera drög að samningi við Heilsuvin o.fl., samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
2.5. Rafræn birting fasteignaálagningar 2012 á Ísland.is 201112387
Til kynningar fyrir bæjarráð.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið kynnt á 1058. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 572. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 187201201008F
Fundargerð 187. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 572. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 312201201004F
Fundargerð 312. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 572. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Arnartangi 15 - Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu o.fl. 201110158
Grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga á umsókn um leyfi til að byggja við Arnartanga 15 og setja mænisþak á bílskúr lauk 19. desember 2011. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 312. fundar skipulagsnefndar, á niðurstöðu grenndarkynningar og að ekki sé gerð athugasemd við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir, samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
4.2. Blesabakki 4, umsókn um samþykki á reyndarteikningum. 201110159
Grenndarkynningu á umsókn um samþykkt reyndarteikninga af Blesabakka 4 lauk 20. desember 2011. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 312. fundar skipulagsnefndar, á niðurstöðu grenndarkynningar og að ekki sé gerð athugasemd við erindið, samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
4.3. Skeljatangi 10, ósk um stækkun á húsi/byggingarreit. 201112457
Ásdís Margrét Rafnsdóttir og Njáll Marteinsson sækja 29. desember 2011 um að mega byggja við hús sitt skv. meðfylgjandi teikningum. Áformuð viðbygging er að hluta utan byggingarreits í gildandi deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 312. fundar skipulagsnefndar, um að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi, samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
4.4. Tjaldanes, umsókn um byggingarleyfi 201112275
Margrét Rósa Einarsdóttir Tjaldanesi sækir um leyfi fyrir heimagistingu í húsi, matshluta 7 í Tjaldanesi. Húsið var samþykkt 04.09.1979 sem íveruhús fyrir starfsemi vistheimilis sem þá var starfrækt en hefur nú verið hætt.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 312. fundar skipulagsnefndar, um að fyrirhuguð nýting kalli á breytingu á aðalskipulagi, samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
4.5. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010 201004045
Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir aðgerðum sem í gangi eru til að knýja fram úrbætur á einstökum lóðum.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram og kynnt á 312. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 572. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
4.6. Krafa um úrbætur á Þingvallavegi vegna aukins umferðarþunga 201110219
Á fundinn koma fulltrúar Vegagerðarinnar til viðræðna um umferðaröryggi á Þingvallavegi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: BH, KT, HP, HS og HBA.</DIV><DIV>Afgreiðsla 312. fundar skipulagsnefndar, um ítrekun á óskum til Vegagerðarinnar um að hefjast handa við úrbætur umferðaröryggismála á Þingvallavegi í Mosfellsdal, samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
4.7. Umsagnarbeiðni um drög að skipulagsreglugerð 201111068
Bæjarráð vísaði erindi Umhverfisráðuneytis varðandi drög að skipulagsreglugerð til nefndarinnar til umsagnar 10. nóvember 2011. Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að umsögn.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Umsögn skipulagsnefndar vegna draga að nýrri skipulagsreglugerð lögð fram á 572. fundi bæjarstjórnar, en umsögnin hefur verið send bæjarráði.</DIV></DIV>
5. Þróunar- og ferðamálanefnd - 20201112017F
Fundargerð 20. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 572. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Erindi SSH vegna sóknaráætlunar 201108261
Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi nefndarinnar og óskaði nefndin eftir því að tillögur að verkefnum væru unnar af embættismönnum.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Umsögn Þróunar- og ferðamálanefndar um tvö verkefni fyrir hönd Mosfellsbæjar lögð fram á 572. fundi bæjarstjórnar, en umsögn nefndarinnar hefur verið send bæjarráði.</DIV>
5.2. Ferðamálahópur framtíðarhóps SSH - niðurstöður 201109415
Erindið lagt fram á 19. fundi þróunar- og ferðamáanefndar. Bæjarstjórn lagði til á 566. fundi sínum að vísa málinu aftur til þróunar- og ferðamálanefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 20. fundar þróunar- og ferðamálanefndar, varðandi skýrslu ferðamálahóps framtíðarhóps SSH o.fl., samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5.3. Hlégarður - lifandi menningarmiðstöð 201112160
Erindi frá nefndarmanni.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: KT og HS.</DIV><DIV>Afgreiðsla 20. fundar þróunar- og ferðamálanefndar, varðandi Hlégarð sem lifandi menningarmiðstöð, samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
5.4. Styrkumsókn vegna Heilsuvinjar í Mosfellsbæ fyrir árið 2012 201110150
Erindinu er vísað frá 1048. fundi bæjarráðs til nefndarinnar til umsagnar. Jafnframt var málinu vísað til fjárhagsáætlunar 2012.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Umsögn Þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 572. fundi bæjarstjórnar, en umsögnin hefur verið send bæjarráði.</DIV>
5.5. Fjárhagsáætlun 2012 201109236
Fjárhagsáætlun vísað frá bæjarstjórn milli 1. og 2. umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið var lagt fram á 20. fundi þróunar- og ferðamálanefndar. Lagt fram á 572. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
6. Þróunar- og ferðamálanefnd - 21201201005F
Fundargerð 21. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 572. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Heilsuvörumarkaður í Mosfellsbæ 201201224
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 21. fundar þróunar- og ferðamálanefndar, varðandi að vera fulltrúum Heilsuvinjar innan handa við að koma heilsumarkaði á fót, samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
6.2. Heilsuár 2012 201201223
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 21. fundar þróunar- og ferðamálanefndar, varðandi að vera fulltrúum Heilsuvinjar innan handa við að gera hugmynd um heilsuár að veruleika, samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
6.3. Kynningarbæklingur um ferðaþjónustu í Mosfellsbæ árið 2012 201201219
Kynningarbæklingur hefur verið ræddur óformlega í nefndinni á undanförnum fundum. Á fundinum verða lagðar fram tillögur og hugmyndir um þátttöku Mosfellsbæjar og tillögur um þátttöku ferðaþjónustuaðila við gerð og framleiðslu nýs ferðaþjónustubæklings fyrir Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 21. fundar þróunar- og ferðamálanefndar, varðandi áætlun um útgáfu kynningarbæklings o.fl., samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
6.4. Erindi SSH vegna sóknaráætlunar 201108261
Lögð fram endanleg gögn vegna málsins ásamt samþykkt bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram á 21. fundi þróunar- og ferðamálanefndar. Lagt fram á 572. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
6.5. Fyrirspurn um stuðning og ósk um stuðning þróunar- og ferðamálanefndar við frumkvöðlastarfssemi og nýsköpun 201201092
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 21. fundar þróunar- og ferðamálanefndar, um að fela menningarsviði að gera reglur um stuðning við nýsköpunarverkefni o.fl., samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 204201201002F
Fundargerð 204. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 572. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Uglugata 7, byggingaleyfi fyrir einbýlishús 201111214
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 204. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Uglugötu 7, lögð fram til kynningar á 572. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
Fundargerðir til kynningar
8. Fundargerð 107. fundar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins201112316
Til máls tóku: HSv, HS, ÞBS og HP.
Fundargerð 107. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 572. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 165. fundar Strætó bs.201112341
Til máls tóku: HSv, HP og HS..
Fundargerð 165. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 572. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 25. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins201112334
Til máls tók: BH.
Fundargerð 25. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 572. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 26. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins201112335
Til máls tók: BH.
Fundargerð 26. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 572. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 319. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201112326
Til máls tóku: BH, HSv, HS, HP og KT.
Fundargerð 319. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 572. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 792. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201112340
Til máls tóku: ÞBS og HS.
Fundargerð 792. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram á 572. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 9. fundar Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis201112325
Til máls tóku: KT, HS, HP, ÞBS og KT.
Fundargerð 9. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram á 572. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
15. Kosning í nefndir, Íbúahreyfingin201009094
Tilnefning kom fram, frá bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar, þess efnis að Sigurbjörn Svavarsson sem verið hefur varamaður í Þróunar- og ferðamálanefnd verði aðalmaður og komi í stað Bjarkar Ormarsdóttur sem lætur af störfum í nefndinni. Einnig að nýr varamaður í Þróunar- og ferðamálanefnd, í stað Sigurbjörns, verði Kristín Pálsdóttir.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og voru þessar tilnefningar samþykktar samhljóða.