Mál númer 201112387
- 18. janúar 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #572
Til kynningar fyrir bæjarráð.
<DIV>Erindið kynnt á 1058. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 572. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 5. janúar 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1058
Til kynningar fyrir bæjarráð.
Til máls tóku: HS, SÓJ, HSv, BH og JJB.
Fjármálastjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs kynna þátttöku Mosfellsbæjar í samvinnuverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðskrár Íslands þess efnis að álagningarseðlar fasteignagjalda verði framvegis aðgengilegir rafrænt á island.is. Álagningarseðlarnir verða áfram sem hingað til aðgengilegir á íbúagátt Mosfellsbæjar. Þeir sem þess óska geta þó óskað sérstaklega eftir því áfram sem hingað til að fá álagningarseðla senda í bréfpósti. Þessi tilhögun verður vel kynnt á meðal fasteignagjaldagreiðenda í Mosfellsbæ. <BR>Bæjarráð fagnar samvinnuverkefninu enda er það í anda aukinnar rafrænnar stjórnsýslu, dregur úr kostnaði auk þess sem umhverfisvænt er að draga úr pappírsnotkun með þessum hætti.