Mál númer 201109415
- 18. janúar 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #572
Erindið lagt fram á 19. fundi þróunar- og ferðamáanefndar. Bæjarstjórn lagði til á 566. fundi sínum að vísa málinu aftur til þróunar- og ferðamálanefndar.
<DIV>Afgreiðsla 20. fundar þróunar- og ferðamálanefndar, varðandi skýrslu ferðamálahóps framtíðarhóps SSH o.fl., samþykkt á 572. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 19. desember 2011
Þróunar- og ferðamálanefnd #20
Erindið lagt fram á 19. fundi þróunar- og ferðamáanefndar. Bæjarstjórn lagði til á 566. fundi sínum að vísa málinu aftur til þróunar- og ferðamálanefndar.
Skýrsla ferðamálahóps hefur verið lögð fram. Þar koma fram lýsingar á samstarfsverkefnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en segja má að þau séu nokkuð Reykjavíkurmiðuð. Engu að síður er hægt að taka undir að æskilegt væri að þróa samstarf sveitarfélaga í þróunar- og ferðamálum á grundvelli þessarar skýrslu, en óska eftir því að höfuðborgarstofa sem þjónustuaðili við öll sveitarfélög legði meiri áherslu á jaðarsvæði á höfuðborgarsvæðinu eins og Mosfellsbæ og hvaða þjónustu er hægt að sækja hingað. Þá leggur nefndin sérstaka áherslu á að betur sé staðið að kynningu á viðburðum og að aukið verði samstarf upplýsingamiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu.
- 12. október 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #566
Ferðamálahópur SSH hefur skilað skýrslu sem hér er lögð fram. Að aflokinni umfjöllun nefndarinnar verður málinu vísað til framtíðarhóps SSH.
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 19. fundi þróunar- og ferðamálanefndar. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tók: HSv, HB, RGB.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Lagt er til að málinu verði vísað aftur til þróunar- og ferðamálanefndar.</DIV></DIV>
- 29. september 2011
Þróunar- og ferðamálanefnd #19
Ferðamálahópur SSH hefur skilað skýrslu sem hér er lögð fram. Að aflokinni umfjöllun nefndarinnar verður málinu vísað til framtíðarhóps SSH.
Lagt fram.