Mál númer 201212090
- 19. desember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #596
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi rekstur skíðasvæðana á árinu 2013.
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi rekstur skíðasvæðanna á árinu 2013 þar sem helgaropnun í Skálafelli er á dagskrá.$line$$line$Eftirfarandi fjögur atriði samþykkt með þremur atkvæðum:$line$$line$Að á árinu 2013 verði miðað við að rekstur skíðasvæðisins í Bláfjöllum verði með svipuðu sniði árið 2012, og að Skálafell verði opið um helgar, sbr. fyrirliggjandi tillögu stjórnar skíðasvæðanna þar um.$line$$line$Á árinu 2013 fari um stjórnun, fjármál og starfsmannamál samkvæmt því sem segir í gr. 1.,2. og 4. í núgildandi samningi dags. 21. júlí 2008.$line$$line$Kostnaðarskipting milli sveitarfélaga vegna reksturs taki mið af íbúafjölda í sveitarfélögunum 1. des. 2012.$line$$line$Á árinu 2013 vinni framtíðarhópur SSH að mótun tillagna um framtíðarform á reksturs og stjórnunar skíðasvæðanna, og jafnframt verði gerð ný samþykkt fyrir stjórn skíðasvæðanna.$line$Nýr samningur milli sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna taki síðan gildi frá og með 1. janúar 2014.$line$$line$Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 13. desember 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1102
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi rekstur skíðasvæðana á árinu 2013.
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi rekstur skíðasvæðanna á árinu 2013 þar sem helgaropnun í Skálafelli er á dagskrá.
Til máls tóku: HP, JJB, JS, HS, KT og HSv.
Eftirfarandi fjögur atriði samþykkt með þremur atkvæðum:
Að á árinu 2013 verði miðað við að rekstur skíðasvæðisins í Bláfjöllum verði með svipuðu sniði árið 2012, og að Skálafell verði opið um helgar, sbr. fyrirliggjandi tillögu stjórnar skíðasvæðanna þar um.
Á árinu 2013 fari um stjórnun, fjármál og starfsmannamál samkvæmt því sem segir í gr. 1.,2. og 4. í núgildandi samningi dags. 21. júlí 2008.
Kostnaðarskipting milli sveitarfélaga vegna reksturs taki mið af íbúafjölda í sveitarfélögunum 1. des. 2012.
Á árinu 2013 vinni framtíðarhópur SSH að mótun tillagna um framtíðarform á reksturs og stjórnunar skíðasvæðanna, og jafnframt verði gerð ný samþykkt fyrir stjórn skíðasvæðanna.
Nýr samningur milli sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna taki síðan gildi frá og með 1. janúar 2014.