Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. janúar 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Fundargerðir til staðfestingar

  • 1. 223. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa201301014F

    Fundargerð 223. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 11.1.2013

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar á 334. fundi skipu­lags­nefnd­ar

    • 1.1. Ála­foss­veg­ur 23 Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201212171

      Hús­fé­lag­ið Ála­foss­vegi 23 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta innra fyr­ir­komu­lagi og byggja sval­ir á 2. hæð húss­ins nr. 23 við Ála­fossveg sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram til kynn­ing­ar á 334. fundi skipu­lags­nefnd­ar 15. janú­ar 2013

    • 1.2. Jón­st­ótt, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201212094

      Sigrún Magnús­dótt­ir Simmons Jón­st­ótt Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að loka eld­varna­hurð með EI60 vegg milli bruna­ein­inga í áð­ur­sam­þykktu húsi að Jón­st­ótt.
      Stærð­ir húss breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram til kynn­ing­ar á 334. fundi skipu­lags­nefnd­ar 15. janú­ar 2013

    • 1.3. Kvísl­artunga 19 Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201212170

      Þórð­ur Ásmunds­son Norð­ur­túni 14 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að breyta innra fyr­ir­komu­lagi húss­ins nr. 19 við Kvísl­artungu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Heild­ar­stærð­ir hús­ins breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram til kynn­ing­ar á 334. fundi skipu­lags­nefnd­ar 15. janú­ar 2013

    Almenn erindi

    • 2. Hjóla- og göngu­stíg­ar í Reykja- og Teiga­hverfi201210270

      Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Umhverfissviðs dags. 3.12.2012, þar sem m.a. er lagt til að unnið verði deiliskipulag fyrir stíg meðfram Varmá sem verði grundvöllur aðgerða til endurbóta. Frestað á 333. fundi.

      Skipu­lags­nefnd tek­ur und­ir þær ábend­ing­ar sem fram koma í minn­ispunkt­un­um og ósk­ar eft­ir að unn­ið verði áfram að mál­inu í sam­ræmi við þá.

      • 3. Íbúa­fund­ur í Leir­vogstungu, 8. nóv. 2012201211123

        Greint frá því sem fram fór á fundi með íbúum Leirvogstunguhverfis 8. nóvember s.l. um málefni hverfisins. Frestað á 333. fundi.

        Lagt fram til kynn­ing­ar.

        • 4. Kort­lagn­ing um­ferð­ar­há­vaða og gerð að­gerða­áætl­ana201204069

          Lögð fram og kynnt hljóðkort fyrir Mosfellsbæ ásamt greinargerð, sem unnin hafa verið í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005. Gögnin voru samþykkt í bæjarstjórn 21.11.2012 og hafa verið send Umhverfisstofnun. Frestað á 333. fundi.

          Lagt fram til kynn­ing­ar.

          • 5. Álykt­un fund­ar bekkja­full­trúa við Varmár­skóla201210078

            Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs dags. 30.11.2012 um ályktun bekkjafulltrúa við Varmárskóla, sem m.a. fjallaði um lýsingu á gönguleiðum við skólann o.fl. Frestað á 333. fundi.

            Fram kom að far­ið hef­ur ver­ið yfir mál tengd lýs­ingu á svæð­inu. Nefnd­in bend­ir á að nú er unn­ið að deili­skipu­lagn­ingu Varmár­skóla­svæð­is­ins sam­an­ber næsta mál fund­ar­ins. Að öðru leyti lagt fram til kynn­ing­ar.

            • 6. Deili­skipu­lag Varmár­skóla­svæð­is200803137

              Kynnt staða vinnu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis. Lögð fram eldri tillaga að deiliskipulagi og tvær nýjar tillögur að fyrirkomulagi gönguleiða, biðstöðvar strætó, gatna og bílastæða, unnar af Þráni Haukssyni hjá Landslagi ehf.

              Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lög­urn­ar verði kynnt­ar fyr­ir ung­menna- og skóla­ráð­um.

              • 7. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

                Lagt fram bréf svæðisskipulagsnefndar dags. 4.1.2013 um drög að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, þar sem fram kemur að nefndin fellst á umsögn fagráðs sem gerir ekki athugasemdir við drögin og telur að þau séu í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Einnig lagðir fram endurskoðaðir uppdrættir, þ.e. þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdrættir og tillaga að breytingum á greinargerð vegna athugasemda Skipulagsstofnunar, sbr. bókun á 332. fundi.

                Skipu­lags­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að hún sam­þykki til­lögu að að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011 - 2030 svo breytta til aug­lýs­ing­ar sam­kvæmt 31. grein skipu­lagslaga nr. 123/2010. Nefnd­in legg­ur til að auk lög­boð­inn­ar kynn­ing­ar í formi aug­lýs­ing­ar verði hald­inn borg­ar­a­fund­ur um til­lög­una á aug­lýs­ing­ar­tím­an­um, og fel­ur starfs­mönn­um að und­ir­búa slík­an fund.

                • 8. End­ur­skoð­un Að­al­skipu­lags Kópa­vogs 2012-2024201105059

                  Birgir H Sigurðsson sendir 3. janúar 2013 f.h. Kópavogsbæjar tillögu að aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 til umsagnar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan samanstendur af uppdrætti, ódagsettum, og greinargerð dags. 12.12.2012. Óskað er eftir að umsögn liggi fyrir eigi síðar en 3. febrúar 2013.

                  Um­ræð­ur um mál­ið. Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að semja drög að um­sögn og leggja fyr­ir næsta fund.

                  • 9. Er­indi SSH vegna end­ur­skoð­un­ar á vatns­vernd fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið201112127

                    Lagt fram erindi SSH dags. 21.12.2012 þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær taki afstöðu til meðfylgjandi tillögu að verklýsingu fyrir heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar um erindið.

                    Frestað.

                    • 10. Litlikriki 3 og 5, um­sókn um að breyta par­hús­um í fjór­býli201205160

                      Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 5. desember 2012 með athugasemdafresti til og með 4. janúar 2013. Fimm athugasemdir bárust: Frá Jóni Hauki Stefánssyni og Guðrúnu Halldórsdóttur Litlakrika 47 dags. 1.1.2013; frá Guðbjörgu Leifsdóttur og Óskari Jóhanni Sigurðssyni Litlakrika 45 dags. 4.1.2013; frá Aðalsteini Jónssyni og Júlíönu G. Þórðardóttur Litlakrika 7 dags. 3.1.2013; frá Lóu Ólafsdóttur og Sigurði Rúnari Magnússyni Litlakrika 14 dags. 4.1.2013 og frá Þórunni Jónsdóttur og Enes Cogic Litlakrika 10 dags. 4.1.2013.

                      Frestað.

                      • 11. Gatna­gerð Reykja­hvoli og Bjarg­slundi200607122

                        Greint verður frá fundi sem haldinn var 9.1.2013 með eigendum landa og lóða við Reykjahvol þar sem rædd voru málefni varðandi skipulag og framkvæmdir.

                        Frestað.

                        • 12. Um­sókn um leyfi til bú­setu í Bræðra­tungu Reykja­hverfi201301037

                          Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska 2.1.2013 eftir leyfi til búsetu og þar með til skráningar lögheimilis í húsinu, sem er skráð sem sumarhús. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar af bæjarráði 10.1.2013.

                          Frestað.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00