15. janúar 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. 223. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa201301014F
Fundargerð 223. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 11.1.2013
Fundargerð lögð fram til kynningar á 334. fundi skipulagsnefndar
1.1. Álafossvegur 23 Umsókn um byggingarleyfi 201212171
Húsfélagið Álafossvegi 23 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og byggja svalir á 2. hæð hússins nr. 23 við Álafossveg samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 334. fundi skipulagsnefndar 15. janúar 2013
1.2. Jónstótt, umsókn um byggingarleyfi 201212094
Sigrún Magnúsdóttir Simmons Jónstótt Mosfellsbæ sækir um leyfi til að loka eldvarnahurð með EI60 vegg milli brunaeininga í áðursamþykktu húsi að Jónstótt.
Stærðir húss breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 334. fundi skipulagsnefndar 15. janúar 2013
1.3. Kvíslartunga 19 Umsókn um byggingarleyfi 201212170
Þórður Ásmundsson Norðurtúni 14 Hafnarfirði sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi hússins nr. 19 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir húsins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 334. fundi skipulagsnefndar 15. janúar 2013
Almenn erindi
2. Hjóla- og göngustígar í Reykja- og Teigahverfi201210270
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Umhverfissviðs dags. 3.12.2012, þar sem m.a. er lagt til að unnið verði deiliskipulag fyrir stíg meðfram Varmá sem verði grundvöllur aðgerða til endurbóta. Frestað á 333. fundi.
Skipulagsnefnd tekur undir þær ábendingar sem fram koma í minnispunktunum og óskar eftir að unnið verði áfram að málinu í samræmi við þá.
3. Íbúafundur í Leirvogstungu, 8. nóv. 2012201211123
Greint frá því sem fram fór á fundi með íbúum Leirvogstunguhverfis 8. nóvember s.l. um málefni hverfisins. Frestað á 333. fundi.
Lagt fram til kynningar.
4. Kortlagning umferðarhávaða og gerð aðgerðaáætlana201204069
Lögð fram og kynnt hljóðkort fyrir Mosfellsbæ ásamt greinargerð, sem unnin hafa verið í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005. Gögnin voru samþykkt í bæjarstjórn 21.11.2012 og hafa verið send Umhverfisstofnun. Frestað á 333. fundi.
Lagt fram til kynningar.
5. Ályktun fundar bekkjafulltrúa við Varmárskóla201210078
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs dags. 30.11.2012 um ályktun bekkjafulltrúa við Varmárskóla, sem m.a. fjallaði um lýsingu á gönguleiðum við skólann o.fl. Frestað á 333. fundi.
Fram kom að farið hefur verið yfir mál tengd lýsingu á svæðinu. Nefndin bendir á að nú er unnið að deiliskipulagningu Varmárskólasvæðisins samanber næsta mál fundarins. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
6. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis200803137
Kynnt staða vinnu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis. Lögð fram eldri tillaga að deiliskipulagi og tvær nýjar tillögur að fyrirkomulagi gönguleiða, biðstöðvar strætó, gatna og bílastæða, unnar af Þráni Haukssyni hjá Landslagi ehf.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillögurnar verði kynntar fyrir ungmenna- og skólaráðum.
7. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lagt fram bréf svæðisskipulagsnefndar dags. 4.1.2013 um drög að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, þar sem fram kemur að nefndin fellst á umsögn fagráðs sem gerir ekki athugasemdir við drögin og telur að þau séu í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Einnig lagðir fram endurskoðaðir uppdrættir, þ.e. þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdrættir og tillaga að breytingum á greinargerð vegna athugasemda Skipulagsstofnunar, sbr. bókun á 332. fundi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011 - 2030 svo breytta til auglýsingar samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að auk lögboðinnar kynningar í formi auglýsingar verði haldinn borgarafundur um tillöguna á auglýsingartímanum, og felur starfsmönnum að undirbúa slíkan fund.
8. Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024201105059
Birgir H Sigurðsson sendir 3. janúar 2013 f.h. Kópavogsbæjar tillögu að aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 til umsagnar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan samanstendur af uppdrætti, ódagsettum, og greinargerð dags. 12.12.2012. Óskað er eftir að umsögn liggi fyrir eigi síðar en 3. febrúar 2013.
Umræður um málið. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að semja drög að umsögn og leggja fyrir næsta fund.
9. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
Lagt fram erindi SSH dags. 21.12.2012 þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær taki afstöðu til meðfylgjandi tillögu að verklýsingu fyrir heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
10. Litlikriki 3 og 5, umsókn um að breyta parhúsum í fjórbýli201205160
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 5. desember 2012 með athugasemdafresti til og með 4. janúar 2013. Fimm athugasemdir bárust: Frá Jóni Hauki Stefánssyni og Guðrúnu Halldórsdóttur Litlakrika 47 dags. 1.1.2013; frá Guðbjörgu Leifsdóttur og Óskari Jóhanni Sigurðssyni Litlakrika 45 dags. 4.1.2013; frá Aðalsteini Jónssyni og Júlíönu G. Þórðardóttur Litlakrika 7 dags. 3.1.2013; frá Lóu Ólafsdóttur og Sigurði Rúnari Magnússyni Litlakrika 14 dags. 4.1.2013 og frá Þórunni Jónsdóttur og Enes Cogic Litlakrika 10 dags. 4.1.2013.
Frestað.
11. Gatnagerð Reykjahvoli og Bjargslundi200607122
Greint verður frá fundi sem haldinn var 9.1.2013 með eigendum landa og lóða við Reykjahvol þar sem rædd voru málefni varðandi skipulag og framkvæmdir.
Frestað.
12. Umsókn um leyfi til búsetu í Bræðratungu Reykjahverfi201301037
Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska 2.1.2013 eftir leyfi til búsetu og þar með til skráningar lögheimilis í húsinu, sem er skráð sem sumarhús. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar af bæjarráði 10.1.2013.
Frestað.