Mál númer 201403139
- 7. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #626
Samantekt Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis vegna vinnu við skoðun á mögulegri urðun í landfyllingu í hesthúsahverfi Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 150. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 626. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 22. apríl 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #150
Samantekt Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis vegna vinnu við skoðun á mögulegri urðun í landfyllingu í hesthúsahverfi Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd fagnar þeirri vinnu sem hafin er hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis vegna urðunar við hesthúsahverfi Mosfellsbæjar.
Umhverfisnefnd óskar eftir því við heilbrigðisnefnd (þar sem umhverfisnefnd hefur ekki umboð til að óska eftir þessum upplýsingum) að tekin verði sýni við vatnsrásir á gamla urðunarsvæðinu. Börn eru að leik í og við hesthúsahverfið, þarna eru sömuleiðis dýr og svæðið mjög vinsælt til útivistar og því full ástæða til að kanna hvort þarna er mengun í jarðvegi og í vatni frá gamla urðunarstaðnum við Leiruvog.
- 26. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #623
Erindi vegna skoðunar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á mögulegri urðun í landfyllingu í hesthúsahverfi Mosfellsbæjar sett á dagskrá að ósk Sigrúnar Pálsdóttur
Afgreiðsla 149. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 623. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 13. mars 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #149
Erindi vegna skoðunar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á mögulegri urðun í landfyllingu í hesthúsahverfi Mosfellsbæjar sett á dagskrá að ósk Sigrúnar Pálsdóttur
Vegna hugsanlegrar mengunar í landfyllingarsvæði við hesthúsahverfi óskar umhverfisnefnd eftir við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis að skoðun eftirlitsins verði flýtt eins og kostur er.
Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.
Bókun fulltrúa S og M-lista:
Fulltrúar S- og M-lista telja brýnt að skerpa á bókun meirihluta.
Samkvæmt upplýsingum kunnugra getur verið úrgangur sem er hættulegur heilsu manna og dýra á gamla urðunarstaðnum við hesthúsahverfi og skeiðvelli við Leiruvogi s.s. rafgeymar, heimilissorp, efnaúrgangur, einnig rafmagnstæki, vinnuvélar, byggingarúrgangur o.s.frv.
Í ljósi mögulegrar mengunar óska fulltrúar S- og M-lista eftir upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti og Mosfellsbæ um:
1) magn úrgangs á báðum þessum svæðum (sögulegar heimildir)
2) stærð urðunarsvæðisins (sögulegar heimildir)
3) efnisinnihald hauganna
4) farvegi vatns frá urðunarsvæðinu (til sýnatöku)
5) mengun s.s. þungmálma í jarðvegi og vatni á svæðinu þ.m.t. í friðlandinu