Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201404143

  • 7. maí 2014

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #626

    Er­indi Sigrún­ar Páls­dótt­ur og Hild­ar Mar­grét­ar­dótt­ur þar sem óskað er eft­ir um­ræðu um rit­un fund­ar­gerða um­hverf­is­nefnd­ar.

    Bók­un vegna rit­un­ar fund­ar­gerða.$line$$line$Bæj­ar­full­trú­ar S og M lista taka und­ir þá gagn­rýni sem fram kem­ur í bók­un full­trúa S og M lista í nefnd­inni um rit­un fund­ar­gerða. $line$Ljóst er að veru­lega skort­ir á að fund­ar­gerð­ir al­mennt séu rit­að­ar með þeim hætti að þær séu "lýs­andi fyr­ir efni fund­ar­ins og þær ákvarð­an­ir sem þar eru tekn­ar og af­stöðu ein­stakra nefnd­ar­manna í því skyni að tryggja gagn­sæi í nefnd­ar­störf­um" eins og seg­ir í lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Rit­un fund­ar­gerða með þeim hætti sem lýð­ræð­is­stefn­an mæl­ir fyr­ir um er mik­il­væg­ur þátt­ur í leið­ar­ljósi henn­ar um "að virkja íbúa til þátt­töku í mál­efn­um og stefnu­mót­un sveit­ar­fé­lags­ins og tryggja þann­ig aukna þátt­töku þeirra í ákvarð­ana­töku og mót­un nærum­hverf­is síns . Þann­ig skal stuðlað að virku íbúa­lýð­ræði sem leið­ir af sér sátt um stefnu­mót­un og ákvarð­an­ir sveit­ar­fé­lags­ins" eins og seg­ir í lýð­ræð­is­stefn­unni.$line$Jafn­framt er nauð­syn­legt til að ná þess­um mark­mið­um lýð­ræð­is­stefn­un­ar að þau gögn sem tengd eru hverji máli og ekki eru bund­in trún­aði, séu að­gengi­leg fyr­ir íbúa með fund­ar­gerð­inni. $line$Það er ámæl­is­vert hversu hægt hef­ur geng­ið að inn­leiða þær lýð­ræð­is­legu um­bæt­ur sem felast í lýð­ræð­is­stefn­unni sem og að grein­ar­gerð sú sem leggja á fyr­ir bæj­ar­ráð í byrj­un fe­brú­ar hvert ár, sem er mat á því hvern­ig geng­ur að fram­fylgja stefn­unni, skuli ekki hafa ver­ið lögð fram á þessu ári.$line$$line$$line$Til­laga.$line$Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir að fela bæj­ar­ráði að vinna markvist að inn­leið­ingu Lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Í því sam­bandi geri bæj­ar­ráð tíma­setta fram­kvæmda­áætlun um verk­ið og leggi fyr­ir bæj­ar­stjórn.$line$$line$Jón­as Sig­urðs­son$line$Þórð­ur Björn Sig­urðs­son$line$$line$$line$Bók­un bæj­ar­full­trúa V og D- lista.$line$Hjá Mos­fells­bæ hef­ur ver­ið sam­þykkt metn­að­ar­full lýð­ræð­is­stefna og var bæj­ar­fé­lag­ið með­al fyrstu bæj­ar­fé­laga til að sam­þykkja slíka stefnu. Eft­ir henni hef­ur ver­ið unn­ið og hún inn­leidd mark­visst síð­an. Lögð var fyr­ir sér­stök grein­ar­gerð á síð­asta ári um fram­gang stefn­unn­ar og ver­ið er að ljúka við slíka grein­ar­gerð fyr­ir þetta ár sem brátt mun verða lögð fyr­ir bæj­ar­ráð. Bæj­ar­full­trú­ar V og D lista mót­mæla því harð­lega að hægt hafi geng­ið í inn­leið­ingu lýð­ræð­is­stefn­unn­ar hjá Mos­fells­bæ, það sýna verkin. Af þess­um sök­um leggja bæj­ar­full­trú­ar V og D- lista til að til­lögu S og M- lista verði vísað frá þar sem mark­visst er ver­ið að vinna að inn­leið­ingu lýð­ræð­is­stefn­unn­ar. $line$$line$Frá­vís­un­ar­til­lag­an borin upp og sam­þykkt með fimm at­kvæð­um gegn tveim­ur at­kvæð­um.$line$$line$$line$Af­greiðsla 150. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 626. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

    • 22. apríl 2014

      Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar #150

      Er­indi Sigrún­ar Páls­dótt­ur og Hild­ar Mar­grét­ar­dótt­ur þar sem óskað er eft­ir um­ræðu um rit­un fund­ar­gerða um­hverf­is­nefnd­ar.

      Til­laga um frá­vís­un er­ind­is borin upp til at­kvæða. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um gegn einu.

      Bók­un full­trúa S- og M- lista
      Full­trú­ar M- og S- lista mót­mæla harð­lega þeirri stað­hæf­ingu Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks að verklag við rit­un fund­ar­gerða komi um­hverf­is­nefnd ekki við.
      Að gefnu til­efni ger­um við að til­lögu okk­ar að það verklag sem við­haft er við rit­un fund­ar­gerða í um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar verði tek­ið til gagn­gerr­ar end­ur­skoð­un­ar með það að leið­ar­ljósi að gera íbú­um og kjörn­um full­trú­um kleift að kynna sér þau mál í þaula sem eru til um­ræðu í nefnd­inni. Það sama á ef­laust við um fleiri nefnd­ir.
      Það þarf vart að taka fram að vönd­uð rit­un fund­ar­gerða eru for­senda þess að bæj­ar­bú­ar geti tek­ið upp­lýsta af­stöðu til mála sem varða hags­muni þeirra og sveit­ar­fé­lags­ins, auk þess sem það ger­ir þeim bet­ur kleift að taka virk­an þátt í mót­un sam­fé­lags­ins.
      Til­laga okk­ar felst í því að bæj­ar­ráði/bæj­ar­stjórn verði fal­ið að móta sem fyrst nýj­ar verklags­regl­ur um rit­un fund­ar­gerða hjá Mos­fells­bæ. Þau at­riði sem mik­il­vægt er að gerð sé ít­ar­legri grein fyr­ir í fund­ar­gerð eru:
      (1) um­ræðu­efn­ið sjálft og með hvaða rök­um mál er tek­ið á dagskrá,
      (2) þau mis­mun­andi sjón­ar­mið sem uppi eru í nefnd­inni um mál­ið (sé þess óskað),
      (3) nið­ur­staða í hverju máli fyr­ir sig og með hvaða rök­um hún er feng­in, auk þess sem
      (4) bæj­ar­bú­ar fái ra­f­ræn­an að­g­ang að þeim gögn­um sem fylgja fund­ar­boð­um svo framar­lega að ekki sé um trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar að ræða, - eins og reynd­ar mælst er til í leið­bein­ing­um Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um rit­un fund­ar­gerða.