Mál númer 201404173
- 7. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #626
Erindi Sigrúnar Pálsdóttur þar sem óskað er eftir umræðu um gatnaframkvæmdir sem hafnar eru við Reykjahvol og áhrif þeirra á Varmá
Afgreiðsla 150. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 626. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 22. apríl 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #150
Erindi Sigrúnar Pálsdóttur þar sem óskað er eftir umræðu um gatnaframkvæmdir sem hafnar eru við Reykjahvol og áhrif þeirra á Varmá
Umhverfisnefnd harmar að aurugt vatn hafi runnið í stórum stíl í Varmá vegna framkvæmda efst í Reykjahverfi. Jafnframt lýsir nefndin yfir ánægju sinni með þær mótvægisaðgerðir sem ráðist hefur verið í. Nefndin felur umhverfissviði að fylgjast náið með framkvæmdum á næstunni.
Umhverfisnefnd gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær setji skýrar og metnaðarfullar verklagsreglur um umgengni á viðkvæmum náttúrusvæðum sem framkvæmdaaðilum verði gert að vinna eftir. Nefndin telur mikilvægt að umhverfisnefnd fái til umfjöllunar framkvæmdir á náttúrusvæðum og óskar eftir að framvegis verði nefndin höfð með í ráðum sem ekki var gert í þessu tilviki.
Katrín Dögg Hilmarsdóttir vék af fundi.