Mál númer 202501539
- 30. janúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1655
Tillaga varðandi aðgang að skammtímafjármögnun lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fimm atkvæðum að veita sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs, heimild til að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 1.000 m.kr. upp í fyrirhugaðar lántökur hjá sjóðnum á árinu 2025. Í heimildinni felst umboð til þess að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga hf. og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántökum þessum, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.