Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. febrúar 2025 kl. 08:15,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fells­hlíð 125266 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1202410711

    Skipulagsnefnd samþykkti á 621. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun að húsinu Fellshlíð í Helgafelli. Um er að ræða leyfi til að byggja við nú­ver­andi ein­býl­is­hús. Við­bygg­ing verð­ur til aust­urs, 57,1 m² að stærð og úr timbri. Við­bygg­ing er byggð ofan á steypta sökkul­veggi og tengd við nú­ver­andi hús með tengi­bygg­ingu. Einn­ig er um að ræða leyfi til að byggja útigeymslu við norð­ur­hlið nú­ver­andi húss í sam­ræmi við gögn. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda nærliggjandi land- og fasteignaeigenda. Athugasemdafrestur var frá 10.01.2025 til og með 10.02.2025. Engar athugasemdir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við kynnt áform, með vís­an í 44. gr. skip­ulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 og af­greiðsluheim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi áformin. Bygg­ing­ar­full­trúa er heim­ilt að af­greiða er­indi og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30