22. október 2024 kl. 15:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Laxatunga 109-115 - deiliskipulagsbreyting202408177
Skipulagsnefnd samþykkti á 614. fundi sínum að auglýsa og kynna tillög að deiliskipulagsbreytingu fyrir raðhús að Laxatungu 109-115, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan sýnir breytt lóðamörk og -stærðir að Laxatungu 109 og 111 í samræmi við sátt. Einnig eru breytingar á byggingarreit og lóðamörkum raðhúss 111-115 í samræmi við framkvæmdir. Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, skipulagsgáttinni og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til þinglýstra eigendum fasteigna að oddatölum Laxatungu 97-117 til kynningar og athugasemda. Athugasemdafrestur var frá 18.09.2024 til og með 18.10.2024. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.
2. Hraðastaðir 6 - Umsókn um byggingarleyfi202407101
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 83. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna íveruhúss innan 5.068 m² lóðar að Hraðastöðum 6. Um er að ræða stakstætt 47,9 m² timburhús til íbúðar, í samræmi við fundargerð byggingarfulltrúa og gögn. Umsókn byggir á skráningu mannvirkis þar sem hús hefur þegar verið byggt. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigendum fasteigna og lóða að Hraðastöðum 3, 6, Hraðastaðavegi 9, 11 og Túnfæti L123672 til kynningar og athugasemda. Athugasemdafrestur var frá 18.09.2024 til og með 18.10.2024. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi áformin. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.