Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. febrúar 2025 kl. 09:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Úr landi Mið­dals L125210 við Króka­tjörn - deili­skipu­lag frí­stunda­lóð­ar202405259

    Lögð er fram til kynningar breytt tillaga deiliskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu og samþykkt, fyrir frístundabyggð að L125210 Úr landi Miðdals við Krókatjörn. Tillögunni var breytt eftir athugasemdir og umsögn skipulagsstofnunar dags. 26.09.2024. Ný tillaga sýnir fimm frístundahúsalóðir, allar stærri en 5000 m², með byggingarheimildir upp að 130 m² samkvæmt gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, rými í lokunarflokkum A og B í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Fyrirliggjandi er samþykki aðliggjandi landeigenda um aðkomu.

    Í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi að deili­skipu­lags­breyt­ing­in skuli aug­lýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Tillaga og gögn skulu aðgengileg í Skipulagsgáttinni og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Auk þess skal tillaga send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna og landa.

  • 2. Mið­dal­ur land L213970 - deili­skipu­lags­breyt­ing202502474

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð að L213970 Miðdalur land við Selmerkurveg. Tillagan felur í sér fjölgun lóða um eina með breyttum stærðum lóða og tilfærslu lóðamarka. Lóðir sem áður voru 3-4 skiptast í lóðir 3-5, þar sem stærðir og byggingarheimildir eru samkvæmt gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, rými í lokunarflokkum A og B í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Annað í skipulagi er óbreytt.

    Í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi að deili­skipu­lags­breyt­ing­in skuli aug­lýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Tillaga og gögn skulu aðgengileg í Skipulagsgáttinni og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Auk þess skal tillaga send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna og landa.

  • 3. L125205 Úr Mið­dalslandi - deili­skipu­lags­breyt­ing202410673

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð að L125205 Úr Miðdalslandi við Selmerkurveg. Tillagan felur í sér breyttar stærðir lóða og tilfærslu lóðamarka, þar sem stærðir og byggingarheimildir eru samkvæmt gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, rými í lokunarflokkum A og B í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 90/2013. . Aðkoma lóða færist norðan við lóðir, um Selmerkurveg. Ákvæði hafa verið uppfærð til samræmis við kröfur og reglugerðir.

    Í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi að deili­skipu­lags­breyt­ing­in skuli aug­lýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Tillaga og gögn skulu aðgengileg í Skipulagsgáttinni og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Auk þess skal tillaga send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna og landa.

  • 4. Hamra­tún 6 - Fyr­ir­spurn til skipu­lags­full­trúa202502318

    Borist hefur erindi og fyrirspurn frá Gunnari Sigurðssyni, dags. 11.02.2025, með ósk um stækkun og einnar hæðar viðbyggingu húss að Hamratúni 6. Tillagan sýnir 60 m² stækkun til norðvesturs sem skiptist í 37 m² stofu og 23 m² sólstofu. Heildarstærð húss fer úr 169,4 m² í 229,4 m², í samræmi við gögn.

    Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi, í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, að áformin skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga. Með fyrir vara um uppfærð gögn sem sýna betur afstöðu og fjarlægðir, skal tillaga send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna að Hamratúni 4, 6 , Hlíðartúni 5, 7 og 9 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00