17. janúar 2025 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Úugata 10-12 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,202406629
Bjarg íbúðafélag hses. Kletthálsi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvö 12 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Úugata nr. 10 - 12 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir Úugata 10: 884,4 m², 2.413,7 m³. Stærðir Úugata 12: 884,4 m², 2.413,7 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
2. Langitangi 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202403884
Olís ehf. Skútuvogi 5 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta bílaþvottastöðvar á lóðinni Langitangi nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt