19. mars 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
- Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
- Anna Kristín Scheving vara áheyrnarfulltrúi
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
- Kristbjörg Hjaltadóttir
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir stjórnandi félagsþjónustu
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Farsæld barna 2024202403152
Aðgerðaráætlun vegna farsældar barna 2024-2026 kynnt fyrir velferðarnefnd. Leiðtogi farsældar mætir á fundinn.
Velferðarnefnd þakkar góða kynningu á stöðumati á framkvæmd við innleiðingu á farsæld barna og drög að aðgerðaráætlun til næstu þriggja ára. Velferðarnefnd mun fylgjast með framkvæmd og fá frekari kynningar eftir því sem fram líður.
Gestir
- Elvar Jónsson, leiðtogi farsældar barna
2. Styrkbeiðnir vegna velferðarmála 2024202310441
Tillaga að úthlutun styrkja vegna velferðarmála 2024 lögð fyrir velferðarnefnd til samþykktar.
Samþykkt velferðarnefndar vegna styrkbeiðna er eins og einstök mál nr 3-5 og 7 bera með sér.
3. Styrkbeiðni frá Bjarkarhlíð202402444
Erindi frá Bjarkarhlíð þar sem óskað er eftir fjárhagsstyrk.
Velferðarnefnd samþykkir að veita Bjarkarhlíð styrk að upphæð 534.000 krónur fyrir árið 2024.
4. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024202309015
Styrkumsókn Stígamóta lögð fram til samþykktar.
Velferðarnefnd samþykkir að veita Stígamótum styrk að upphæð 534.000 krónur fyrir árið 2024.
5. Aflið - umsókn um styrk202310604
Styrkbeiðni Aflsins lögð fyrir til samþykktar.
Velferðarnefnd samþykkir að veita Aflinu styrk að upphæð 80.000 krónur fyrir árið 2024.
6. Málefni fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu202308750
Áfangaskýrsla I um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk lögð fyrir til kynningar.
Máli frestað til næsta fundar velferðarnefndar.
7. Ósk um stuðning vegna jólaúthlutunar 2023202309214
Styrkbeiðni Mæðrastyrksnefndar lögð fyrir til samþykktar.
Velferðarnefnd samþykkir að veita Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur styrk að upphæð 534.000 krónur fyrir árið 2024.
8. Ungt fólk 2023202401300
Niðurstöðum könnunar Rannsóknar og greiningar meðal nemenda í 5.-10. bekk í Mosfellsbæ sem fram fór í desember 2023 lögð fram. Rannsóknin nær meðal annars til líðunar barna, svefns, þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi, samveru við foreldra og vímuefnanotkunar.
Máli frestað til næsta fundar velferðarnefndar.
9. Sameiginlegur fundur velferðarnefndar og notendaráðs202403310
Farið yfir starfsemi notendaráðs fatlaðs fólks með velferðarnefnd skv. samþykkt notendaráðs.
Málefni notendaráðs rædd.
Gestir
- Notendaráð fatlaðs fólks
10. Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup202402382
Niðurstöður könnunar um þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar. Sameiginleg kynning fyrir velferðarnefnd og notendaráð fatlaðs fólks
Bæjarstjóri kynnti niðurstöður þjónustukönnunar Gallup.
Gestir
- Regína Ásvaldsdóttir, Bæjarstjóri
Fundargerð
11. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1688202403020F