7. september 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu202308750
Minnisblað framkvæmdastjóra SSH vegna málefna fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og áskoranir við fjármögnun málaflokksins lagt fram til kynningar.
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SSH og telur mikilvægt að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lykta hið fyrsta. Samkvæmt fyrirliggjandi greiningu SSH hefur málaflokkurinn verið vanfjármagnaður af hendi ríkisins um 42 milljarða kr. hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2018-2022 og hefur bilið milli fjármögnunar og kostnaðar farið vaxandi ár frá ári. Augljóst er að þessi staða hefur þung áhrif á fjárhag sveitafélaganna.
2. Tillaga D lista um heimgreiðslur til foreldra eða forráðamanna 12-30 mánaða barna202308749
Tillaga D lista til bæjarráðs um heimgreiðslur til foreldra/forráðamanna 12-30 mánaða barna sem ekki eru í leikskóla eða hjá dagforeldri.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs.
3. Viljayfirlýsing um uppbyggingu íbúða sem uppfylli skilyrði hlutdeildarlána202304518
Lagt er til að bæjarráð samþykki fyrirliggjandi viljayfirlýsingu milli Mosfellsbæjar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Byggingarfélagsins Bakka um uppbyggingu íbúða við Huldugötu 2-4 og 6-8 sem uppfylla skilyrði til að hljóta hlutdeildarlán.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi viljayfirlýsingu um uppbyggingu íbúða við Huldugötu 2-4 og 6-8 sem uppfylla skilyrði til að hljóta hlutdeildarlán.
4. Vátryggingar Mosfellsbæjar - útboð202308824
Lagt er til að bæjarráð heimili að farið verði í útboð á vátryggingum Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboð á vátryggingum sveitarfélagsins í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
5. Samkeppnishindranir á flutningamarkaði - álit Samkeppniseftirlitsins202309049
Álit Samkeppniseftirlitsins til sveitarfélaga um leiðir til að efla samkeppni á flutningamarkaði lagt fram til kynningar.
Lagt fram.
Bókun B, C og S lista:
Meirihluti bæjarráðs Mosfellsbæjar lýsir vonbrigðum sínum á samráði skipafélaganna sem skýrsla Samkeppniseftirlits leiðir í ljós. Áhrif ólöglegs samráðs á fákeppnismarkaði skipaflutninga hafa ómæld áhrif á rekstur sveitarfélaga og koma á endanum niður á heimilum landsmanna.