Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. september 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mál­efni fatl­aðs fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202308750

    Minnisblað framkvæmdastjóra SSH vegna málefna fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og áskoranir við fjármögnun málaflokksins lagt fram til kynningar.

    Bæj­ar­ráð tek­ur und­ir bók­un stjórn­ar SSH og tel­ur mik­il­vægt að við­ræð­ur milli rík­is og sveit­ar­fé­laga um fjár­mögn­un mála­flokks­ins verði leidd­ar til lykta hið fyrsta. Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi grein­ingu SSH hef­ur mála­flokk­ur­inn ver­ið van­fjár­magn­að­ur af hendi rík­is­ins um 42 millj­arða kr. hjá sveit­ar­fé­lög­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á ár­un­um 2018-2022 og hef­ur bil­ið milli fjár­mögn­un­ar og kostn­að­ar far­ið vax­andi ár frá ári. Aug­ljóst er að þessi staða hef­ur þung áhrif á fjár­hag sveita­fé­lag­anna.

  • 2. Til­laga D lista um heim­greiðsl­ur til for­eldra eða for­ráða­manna 12-30 mán­aða barna202308749

    Tillaga D lista til bæjarráðs um heimgreiðslur til foreldra/forráðamanna 12-30 mánaða barna sem ekki eru í leikskóla eða hjá dagforeldri.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til um­sagn­ar sviðs­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs.

  • 3. Vilja­yf­ir­lýs­ing um upp­bygg­ingu íbúða sem upp­fylli skil­yrði hlut­deild­ar­lána202304518

    Lagt er til að bæjarráð samþykki fyrirliggjandi viljayfirlýsingu milli Mosfellsbæjar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Byggingarfélagsins Bakka um uppbyggingu íbúða við Huldugötu 2-4 og 6-8 sem uppfylla skilyrði til að hljóta hlutdeildarlán.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi vilja­yf­ir­lýs­ingu um upp­bygg­ingu íbúða við Huldu­götu 2-4 og 6-8 sem upp­fylla skil­yrði til að hljóta hlut­deild­ar­lán.

  • 4. Vá­trygg­ing­ar Mos­fells­bæj­ar - út­boð202308824

    Lagt er til að bæjarráð heimili að farið verði í útboð á vátryggingum Mosfellsbæjar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila út­boð á vá­trygg­ing­um sveit­ar­fé­lags­ins í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

  • 5. Sam­keppn­is­hindr­an­ir á flutn­inga­mark­aði - álit Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins202309049

    Álit Samkeppniseftirlitsins til sveitarfélaga um leiðir til að efla samkeppni á flutningamarkaði lagt fram til kynningar.

    Lagt fram.

    Bók­un B, C og S lista:
    Meiri­hluti bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar lýs­ir von­brigð­um sín­um á sam­ráði skipa­fé­lag­anna sem skýrsla Sam­keppnis­eft­ir­lits leið­ir í ljós. Áhrif ólög­legs sam­ráðs á fákeppn­ismark­aði skipa­flutn­inga hafa ómæld áhrif á rekst­ur sveit­ar­fé­laga og koma á end­an­um nið­ur á heim­il­um lands­manna.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:35