20. apríl 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Grassláttur og hirðing í Mosfellsbæ 2022-2024202112358
Lögð fyrir bæjarráð niðurstaða útboðs vegna grassláttar í Mosfellsbæ til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við Garðlist ehf. um grasslátt á vestursvæði Mosfellsbæjar og Hreina Garða ehf. um grasslátt á austursvæði Mosfellsbæjar, að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því kæranda var eða mátti verða kunnugt um framangreinda ákvörðun.
2. Samkeppni um miðbæjargarð202111439
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um framlengingu samkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt í Mosfellsbæ.
Málinu frestað til næsta fundar.
3. Brúarland - framtíðarnotkun, Nýframkvæmd202204069
Tillaga um framkvæmdir á Brúarlandi og að fjármálastjóra verði veitt heimild til að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 15.000.000.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að ráðist verði í framkvæmdir við Brúarland sem tilgreindar eru í fyrirliggjandi minnisblaði og jafnframt að fjármálastjóra verði falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdanna að upphæð kr. 15.000.000.
4. Ósk um afnot af íþróttamannvirkjum að Varmá vegna Öldungamóts í blaki í maí 2024202204089
Umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs vegna erindis Aftureldingar um afnot af íþróttamannvirkjum að Varmá vegna blakmóts öldunga.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði um að Aftureldingu verði bent á að sækja um afnot af íþróttamannvirkjum að Varmá vegna Öldungamóts í blaki vorið 2025.
5. Þjóðarleikvangur-Þjóðarhöll fyrir handbolta og körfubolta202204338
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um að könnuð verði staðsetning fyrir þjóðarhöll - þjóðarleikvang í Mosfellsbæ fyrir handbolta og körfubolta.
Á fundinum kom fram eftirfarandi tillaga:
Bæjarráð vísi erindinu til umhverfissviðs til umsagnar og óski eftir mati sviðsins á því hvort bæjarfélagið hafi lóðir eða landsvæði til ráðstöfunar fyrir allt að 6000 manna þjóðarhöll fyrir inni íþróttir.***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framangreinda tillögu um málsmeðferð.6. Endurgjaldslausar máltíðir í hádegi fyrir börn í 1., 2. og 3. bekk202204339
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um endurgjaldslausar máltíðir í hádegi fyrir börn í 1., 2. og 3. bekk.
Frestað vegna tímaskorts.
7. Frítt í Strætó fyrir ungmenni 6. og 7. bekkjar grunnskóla Mosellsbæjar202204340
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um að frítt verði í Strætó fyrir ungmenni í 6. og 7. bekk grunnskóla Mosfellsbæjar.
Frestað vegna tímaskorts.