Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. apríl 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Grasslátt­ur og hirð­ing í Mos­fells­bæ 2022-2024202112358

    Lögð fyrir bæjarráð niðurstaða útboðs vegna grassláttar í Mosfellsbæ til afgreiðslu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að semja við Garð­list ehf. um grasslátt á vest­ur­svæði Mos­fells­bæj­ar og Hreina Garða ehf. um grasslátt á aust­ur­svæði Mos­fells­bæj­ar, að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt. Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því kær­anda var eða mátti verða kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

    • 2. Sam­keppni um mið­bæj­ar­garð202111439

      Lögð fyrir bæjarráð tillaga um framlengingu samkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt í Mosfellsbæ.

      Mál­inu frestað til næsta fund­ar.

      • 3. Brú­ar­land - fram­tíð­ar­notk­un, Ný­fram­kvæmd202204069

        Tillaga um framkvæmdir á Brúarlandi og að fjármálastjóra verði veitt heimild til að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 15.000.000.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að ráð­ist verði í fram­kvæmd­ir við Brú­ar­land sem til­greind­ar eru í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði og jafn­framt að fjár­mála­stjóra verði fal­ið að gera við­auka við fjár­hags­áætlun vegna fram­kvæmd­anna að upp­hæð kr. 15.000.000.

      • 4. Ósk um af­not af íþrótta­mann­virkj­um að Varmá vegna Öld­unga­móts í blaki í maí 2024202204089

        Umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs vegna erindis Aftureldingar um afnot af íþróttamannvirkjum að Varmá vegna blakmóts öldunga.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði um að Aft­ur­eld­ingu verði bent á að sækja um af­not af íþrótta­mann­virkj­um að Varmá vegna Öld­unga­móts í blaki vor­ið 2025.

      • 5. Þjóð­ar­leik­vang­ur-Þjóð­ar­höll fyr­ir hand­bolta og körfu­bolta202204338

        Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um að könnuð verði staðsetning fyrir þjóðarhöll - þjóðarleikvang í Mosfellsbæ fyrir handbolta og körfubolta.

        Á fund­in­um kom fram eft­ir­far­andi til­laga:
        Bæj­ar­ráð vísi er­ind­inu til um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar og óski eft­ir mati sviðs­ins á því hvort bæj­ar­fé­lag­ið hafi lóð­ir eða land­svæði til ráð­stöf­un­ar fyr­ir allt að 6000 manna þjóð­ar­höll fyr­ir inni íþrótt­ir.

        ***
        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fram­an­greinda til­lögu um máls­með­ferð.

      • 6. End­ur­gjalds­laus­ar mál­tíð­ir í há­degi fyr­ir börn í 1., 2. og 3. bekk202204339

        Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um endurgjaldslausar máltíðir í hádegi fyrir börn í 1., 2. og 3. bekk.

        Frestað vegna tíma­skorts.

        • 7. Frítt í Strætó fyr­ir ung­menni 6. og 7. bekkj­ar grunn­skóla Mosells­bæj­ar202204340

          Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um að frítt verði í Strætó fyrir ungmenni í 6. og 7. bekk grunnskóla Mosfellsbæjar.

          Frestað vegna tíma­skorts.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:02